„Viljum fá allt samfélagið með“

Stofnfundur Hinsegin Austurlands, félags hinsegin fólks á Austurlandi, fjölskyldna og velunnara, verður haldinn á morgun, laugardag. Hvatinn að stofnuninni er að styðja við hinsegin fólk á svæðinu og gera það sýnilegra í austfirsku samfélagi.

Lesa meira

Grískar jólakökur - dýfðar upp úr hunangssírópi.

Í jólablaði Austurgluggans sem kom út í liðinni viku voru tekin viðtöl við þrjár konur frá Austurlandi sem allar búa erlendis. Í viðtölunum voru þær spurnar hvað væri þeirra uppáhalds jólakökur frá landinu sem þær búa í. Næstu daga munum við birta uppskriftir þessum kökum. Í dag byrjum við á henni Katrínu Ósk Sigurbjörnsdóttur sem býr í Grikklandi. 

Lesa meira

„Óútskýranlegir atburðir urðu kveikjan að bókinni"

Eskfirðingurinn Benný Sif Ísleifsdóttir var að gefa út sína þriðju bók núna fyrir jólin, barnabókin Álfarannsóknina. Bókin er sjálfstætt framhald Jólasveinarannsóknarinnar sem kom út í fyrra. Álfarannsóknin er eins og Jólasveinarannsóknin, fyrir alla þá sem hafa áhuga á leyndardómsfullum atburðum. Að auki hefur Benný Sif skrifað skáldsöguna Gríma sem er fyrir fullorðna lesendur en hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2018 fyrir þá bók.

Lesa meira

Markmiðið að hafa fleiri úti í sal en uppi á sviði

Pönksveitin DDT skordýraeitur úr Neskaupstað heldur útgáfutónleika sína í Egilsbúð í kvöld. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar „Brennivín og berjasaft“ kom út skömmu fyrir jól og rataði í jólapakkana hjá mörgum Norðfirðingum.

Lesa meira

Sóknarpresturinn fékk fyrsta eintakið af nýrri bók um Hofsá

Útgáfa nýrrar bókar um laxveiðiárnar í Vopnafirði var kynnt í afmælisfagnaði Veiðiklúbbsins Strengs sem haldinn var í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Sóknarprestur Hofsprestakalls fékk fyrsta eintakið af bókinni.

Lesa meira

Umhverfisvænni umbúðir hvetja til umhverfisvænna jólahalds

Ungmennaráð og félagsmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs bjóða gestum að koma og taka þátt í að pakka jólagjöfunum inn á umhverfisvænan hátt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Markmið viðburðarins er meðal annars að hvetja fólk til að hugsa út í afleiðingar mikillar neyslu um jólin.

Lesa meira

Jólayfirheyrslan: Bakstur, rjómi og Sigmund Freud

Marta Zielinska býr á Stöðvafirði og starfar í Kerskála í Alcoa. Henni fannst starfið erfitt í fyrstu en er mjög ánægð núna. Hún starfar sem leiðtogi á D vakt. Undanfarið hefur vakið athygli á Facebook fyrir falleg stjörnubrauð sem hefur verið að baka fyrir ættingja og vini. Marta er í yfirheyrslu vikunnar. 

Lesa meira

Ofnarnir á fullu í þrjár vikur við að baka jólabrauð

Það er nóg að gera hjá bakaríinu Sesam á Reyðarfirði í aðdraganda jóla. Bökunarofnarnir ganga þar nær samfleytt vikum saman við að baka kökur og tertur sem Austfirðingar gæða sér á um jólin.

Lesa meira

„Frábært að finna fyrir áhuga fólks“

Jólatónleikarnir „Jólin til þín“ verða haldnir næstu þrjú kvöld á þremur stöðum á Austurlandi. Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir koma fram á tónleikunum og munu ásamt hljómsveit. Jón Hilmar Kárason tónlistarmaður, einn aðstandanda tónleikanna, segir hópinn mjög spenntan að spila fyrir Austfirðinga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.