„Líklega gáfu ljóðrænurnar mér einna helst aðra sýn á hversdagsleikann, á daglegt líf mitt. Sömuleiðis þótti mér vænt um þegar vinir mínir véku sér að mér, bæði á samskiptamiðlum og í búðinni, og þökkuðu eða hrósuðu ljóðrænu dagsins, það var hvetjandi á allan hátt,“ segir Björg Björnsdóttir á Egilsstöðum, sem hefur skrifað stuttan skapandi texta og birt á samfélagsmiðlum sínum hvern dag síðastliðið ár.
Ýmsar fyrirmyndir í jafnréttisbaráttunni, jafnt í fortíð, nútíð, veruleika sem skáldsagnaheimi, voru austfirskum þingmönnum ofarlega í huga í ræðum sem þeir fluttu á Alþingi í tilefni kvennafrídagsins í síðustu viku. Þar komu við sögu Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og Píla úr Hvolpasveitinni.
Vöfflukaffi er alla miðvikudaga í Tryggvabúð, félagsmiðstöð eldri borgara á Djúpavogi. Kaffið er öllum opið og segir atvinnu- og menningarmálafulltrúi sveitarfélagsins kjörið að enda vinnudaginn á notalegri samveru sem brúar kynslóðabilið.
„Eins undarlega og það kann að hljóma kviknaði hugmyndin í spjalli nokkurra kvenna á balli í sumar,“ segir Sonja Einarsdóttir, varaformaður Kvennahreyfingar Eskifjarðar, sem formlega verður stofnuð á laugardaginn.
Söfnun hefur verið hrundið af stað til styrktar Ívari Andréssyni sem var til heimilis að Hafnargötu 46 á Seyðisfirði. Húsið gereyðilagðist í eldi fyrir tæpum tveimur vikum og Ívar missti allar eigur sínar.
Dagar myrkurs á Austurlandi eru nú í fullum gangi og er dagskráin sérlega vegleg á Seyðisfirði, en það er Dagný Erla Ómarsdóttir sem heldur utan um hana. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.