Fulltrúar sjö þjóða kynntu menningu sína á Þjóðahátíð Austurlands sem haldin var í Grunnskóla Reyðarfjarðar á sunnudag. Þemað að þessu sinni voru jól eða hátíð.
Tuttugu verkefni hljóta samanlagt 6,7 milljónir króna úr Samfélagssjóði Alcoa Fjarðaáls en úthlutað var formlega við athöfn í Stríðsminjasafninu á Reyðarfirði á fimmtudaginn var. Krabbameinsfélag Austfjarða fékk hæsta styrkinn að þessu sinni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.
Líkneski af heilagri Barböru verður komið fyrir við munna væntanlegra Norðfjarðarganga í kvöld. Barbara verndar þá sem vinna í námum og neðanjarðar samkvæmt kaþólskri trú.
Íbúar í Djúpavogshreppi hafa tekið vel í tilboð um að fá gamlar bækur af bókasafni hreppsins gefins. Búið er að lengja opnunartíma lagerhreinsunar bókasafnsins tvisvar því viðtökurnar hafa verið svo góðar.
Í tilefni af Dögum myrkurs verður opið í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri um næstu helgi kl. 14-17. Sýnd verða þrjú myndbandsverk sem listamenn unnu í menningarmiðstöðinni Timespan í Helmsdale á austurströnd Skotlands.
Markaðssvið Austurbrúar auglýsir eftir ljósmyndum af Austurlandi til markaðssetningar og til framleiðslu á póstkortum. Sérstök dómnefnd mun velja úr innsendum myndum en skilafrestur er til 15. desember nk.
Austurbrú auglýsir eftir umsóknum til menningarstarfsemi á Austurlandi fyrir árið 2014 á grundvelli samnings mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis við Austurbrú. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á Austurlandi.
Tanni Travel heldur upp á 20 ára starfsafmæli sitt laugardaginn 16. nóvember nk. Í tilefni af þessum áfanga verður opið hús í starfstöð fyrirtækisins að Strandgötu 14 á Eskifirði frá kl. 13:00-16:00.
Einar Már Sigurðsson, sem í haust snéri aftur í starf skólastjóra Grunnskólans á Fáskrúðsfirði eftir þrjátíu ára fjarveru, segir frábært að vera kominn aftur á Fáskrúðsfjörð og sjá breytingarnar sem orðið hafi á skólastarfinu á þeim tíma.