Fræðslufundur Jóns Jónssonar fyrir ungmenni um fjármál verður haldinn í Egilsstaðaskóla í kvöld. Fundurinn átti upphaflega að vera á miðvikudag en var þá frestað vegna veðurs.
Björgunarsveitin Hérað fékk hæsta styrkinn úr styrktarsjóði Isavia
Björgunarsveitin Hérað fékk stærsta styrkinn, 1,7 milljónir króna, þegar úthlutað var úr styrktarsjóði Isavia fyrri skemmstu. Styrkurinn fer í breytingar á kerru fyrir sjúkrabúnað.
Stofna samtök skapandi fólks á Austurlandi
Hópur sem kallar sig „SAM félagið“ hefur boðað til fyrsta félagsmannafundar og sýningar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Félagið er opið þeim sem starfa í einn eða á annan hátt í skapandi greinum.
Tvö austfirsk verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Tvö af þeim þremur menningarverkefnum sem tilnefnd eru til Eyrarrósarinnar árið 2013 eru á Austurlandi. Þetta eru Eistnaflug og menningarmiðstöðin Skaftfell. Tvö austfirsk verkefni hafa áður hlotið viðurkenninguna.
Jón Jónsson fræðir grunnskólanemendur um fjármál
Tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Jón Jónsson verður með fjármálafræðslu fyrir nemendur í unglingadeildum grunnskóla á Egilsstöðum á morgun.
Trarappa: Árleg sýning Listaháskólans í Skaftfelli
Á morgun opnar í Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi, árleg sýning myndlistarnema á þriðja ári við Listaháskóla Íslands. Hópurinn hefur dvalist á Seyðisfirði undanfarnar vikur.
Við bjóðum þér í heimsókn
Austurfrétt, í samstarfi við Austurnet, AN Lausnir, AXnorth, Rational Network og auglýsingastofuna Augasteina standa fyrir opnu húsi í Hugvangi á Egilsstöðum á föstudag.
Leikrýni: Grís
Djúpið, leikfélag Verkmenntaskóla Austurlands og Leikfélag Norðfjarðar stóðu sameiginlega að uppfærslu á söngleiknum Grís sem sýndir var í Egilsbúð fyrir skemmstu. Svo mikill var krafturinn í hópnum að síðasta föstudagskvöld voru sýndar tvær sýningar, önnur klukkan átta og hin á miðnætti.
Kardimommubæinn frumsýndur á morgun
Leikfélag Fljótsdalshéraðs og Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum leiða nú saman hesta sína og frumsýna Kardimommubæinn eftir Torbjörn Egner á morgun. Um fimmtíu manns koma að sýningunni.