Nemendur poppdeildar Tónlistarskólans í Fellum stóðu nýverið fyrir tónleikum með lögum við texta Þorsteins Eggertssonar í Fellaskóla. Sýningin var tengd saman með texta Ingunnar Snædal um ævintýri Fellamannsins Hlyns. Austurfrétt var á staðnum og fangaði bestu augnablikin.
Austfirðingar sýna Grænum dögum í HÍ mikinn áhuga
Talsverður áhugi er meðal Austfirðinga á Grænum dögum í Háskóla Íslands sem settir verða á mánudag. Þema daganna í ár er sköpun og sjálfbærni í hönnun og listum. Forsvarsmenn daganna segjast hafa ákveðið að taka upp fyrirlestra þemadaganna til að svara eftirspurn að austan.
Óskar Harðar fulltrúi Austfirðinga í Músíktilraunum í ár
Vopnfirðingurinn Óskar Harðarsson er fulltrúi Austfirðinga í Músíktilraunum í ár en þær hefjast á sunnudag. Nokkrar af fremstu hljómsveitum Íslendinga hafa komið upp í gegnum keppnina í gegnum tíðina.
Íslensk bíóhelgi á Austurlandi
Íslenskir kvikmyndagerðarmenn og Kvikmyndamiðstöð Íslands standa fyrir íslenskri bíóhelgi í um helgina í tilefni hækkunar framlaga í Kvikmyndasjóð og stuðnings við greinina í gegnum tíðin. Alls verða sýndar 34 myndir á 18 sýningarstöðum víðs vegar um landið. Á Austurlandi er sýnt er á Vopnafirði, Egilsstöðum og Seyðisfirði.
Krossar og þakkir á Skriðuklaustri
Sunnudaginn 17. mars verða tvær sýningar opnaðar í Gunnarshúsi á Skriðuklaustri. Um er að ræða páska- og vorsýningar Gunnarsstofnunar.
Þetta reddast í Sláturhúsinu í kvöld
Þetta reddast! ný íslensk kvikmynd verður sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld. Myndin var frumsýnd í bíósölum höfuðborgarinnar í byrjun mánaðarins.
Skaftfell fékk Eyrarrósina: Listamennirnir okkar eiga ekki að þurfa að borga með sér
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, fékk nýverið viðurkenninguna Eyrarrósina sem veitt er fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Forstöðukona segir að peningar, sem veittir eru til menningarverkefna, skili sér beint aftur til samfélagsins.
Tæknidagur fjölskyldunnar í Fjarðabyggð
Laugardaginn 16. mars verður Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands. Tilgangur hans er að vekja athygli á tæknigreinum, vísindum og iðnaði í okkar nánasta umhverfi.
Menningarstyrkir: Wilderness, LungA og Þjóðleikur fengu mest
Dansverkefnið Wilderness, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðleikur, leiklistarhátíð unglinga á Austurlandi, fengu hæstu styrkina frá Menningarráði Austurlands. Úthlutunin fór fram á Djúpavogi á föstudag.