Þórður
Júlíusson, skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands er meðal leikara í
söngleiknum Grís sem leikfélag skólans, Djúpið, sýnir um þessar mundir.
Hann segir ánægjulegt að standa á leiksviði með nemendum sínum.
Nemendur Tónlistarskólans í Fellabæ standa í kvöld fyrir tónleikum undir yfirskriftinni „Hamingjan“ þar sem þeir flytja lög við texta Þorsteins Eggertssonar. Tónlistarstjórinn segir markmiðið með tónleikunum að kynna klassíska íslenska popptónlist fyrir krökkunum og kynnast hljómsveitarbransanum.
Vopnfirsku systkinin Daníel Smári og Gabríela Sól Magnúsarbörn unnu sinn flokkinn hvorn á Tónkvíslinni, söngkeppni framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór um síðustu helgi.
Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er þáttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.
Leikverkið Hinn fullkomni jafningi, eftir Felix Bergsson, var sýnt tvívegis í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um liðna helgi. Það er leikhópurinn Artik sem setur sýninguna á fjalirnar að þessu sinni en sýningarnar hér eystra voru í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Unnar Geir Unnarsson leikur öll fimm hlutverkin í sýningunni.
Leikfélagið Verkmenntaskóla Austurlands, Djúpið, frumsýnir í kvöld leikverkið Grís í Egilsbúð. Leikstjórinn segir æfingarnar hafa gengið vel og mikinn metnað innan skólans fyrir að skila sem glæsilegastri sýningu. Hann lofar óvæntum atburðum á sviðinu.
Lævirkinn, plata söngkonunnar Kjuregej Alexöndru Argunovu fékk sérstök verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum sem afhent voru í síðustu viku. Platan var tekin upp á Austurlandi með austfirskum tónlistarmönnum.
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, sextán ára Seyðfirðingur, fór með sigur af hólmi í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum sem haldin var í Valaskjálf fyrir viku.