Orkumálinn 2024

Mál yfirlæknis aftur til ríkissaksóknara

Ríkisútvarpið greindi frá því í gær að ríkisendurskoðun sé búin að vísa máli yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar til ríkissaksóknara. Þegar leitað var staðfestingar þessa hjá ríkisendurskoðun í dag kvaðst embættið ekki tjá sig um málið að svo stöddu en á næstunni yrði send út fréttatilkynning.

 

Lesa meira

Tilkynning frá Landsvaka vegna fréttar frá Afli

Landsvaki hf. telur ástæðu til að leiðrétta meintar alvarlegu rangfærslur sem Björn Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsvaka, segir koma fram í tilkynningu stjórnar AFLs Starfsgreinfélags Austurlands. Þar sagði að stjórn AFLs hyggðist stefna sjóðstjórum Landsvaka, er önnuðust upplýsingagjöf til félagsins og fóru með fjámuni þess, til greiðslu bóta vegna þeirra fjármuna er félagið tapaði við uppgjör fjárfestingarsjóðsins Peningabréf Landsbankans ISK.

landsbankaskyrsla.jpg

Lesa meira

Hundruðum zeólíta stolið frá Teigarhorni

Hundruðum geislasteina hefur verið stolið úr steinasafni að Teigarhorni í Berufirði. Er húsráðandi kom heim í gær eftir nokkra fjarveru kom í ljós að um 500 steinar höfðu verið hreinsaðir úr safninu, úr sýningarskápum og af borðum. Jónína Björg Ingvarsdóttir á Teigarhorni segir safnið um 15 milljóna króna virði og ótryggt. Lögregla rannsakar málið.

teigarhorn2005.jpg

Lesa meira

Merkri sögu pósthúss á Seyðisfirði að ljúka

Pósthúsið á Seyðisfirði flytur á morgun inn á Landsbankann í bænum. Pósturinn hefur verið til húsa við Hafnargötu 4 og fer nú á númer 2 við sömu götu. Opnunartíminn er 12:30-16 virka daga líkt og í bankanum. Pósturinn segir í tilkynningu að engin breyting verði á þjónustu við viðskiptavini vegna samstarfsins við Landsbankann. Það liggur þó fyrir að opnunartími póstafgreiðslu skerðist frá því sem var. Sama fyrirkomulag er haft á póstþjónustu á Austurlandi á Vopnafirði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og nú Seyðisfirði.

710_seydisfjordur.jpg

Lesa meira

Minnisvarði um merka Seyðfirðinga

Þriðjudaginn 20. október kl. 17.00 verður afhjúpaður minnisvarði við brúna á Fjarðará um Ólaf M. Ólafsson útgerðarmann og Jón Pálsson skipstjóra. Starfsmannafélag Gullbergs hefur haft forgöngu um framtak þetta og kostar minnisvarðann. Einnig hafa starfsmenn Seyðisfjarðarkaupstaðar komið að verkinu. Í tilefni dagsins ætla eigendur Gullbergs að bjóða starfsmönnum og öllum bæjarbúum að þiggja léttar veitingar að vígslu lokinni í Herðubreið frá 17.30-20.00.

minni_gullver.jpg

Öryggissveitir bólusettar

Bóluefni vegna inflúensunnar H1N1 er komið til landsins og bólusetning heilbrigðisstarfsmanna hófst í gær. Stefnt er að því að hefja bólusetningu svokallaðra öryggissveita eftir helgi en í þeim hópi eru lögreglan, björgunarsveitir, slökkvilið,  tollverðir, fangaverðir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og fleiri. Unnið er hörðum höndum að því að kortleggja aðra nauðsynlega starfsemi og hvort mögulegt er að afmarka þennan hóp til bólusetningar. Almenn bólusetning hefst í byrjun nóvember og á þá að vera búið að bólusetja öryggissveitir og sjúklinga. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að bólusetja allt að 75 000 manns fyrir lok nóvember. Frá þessu greinir á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

haus_logo.gif

Lesa meira

Helmingur fjármuna lán til skyldra aðila

Staða peningamarkaðsbréfa Landsbanka Íslands mánuði fyrir hrun í fyrra var þannig að yfir 50% fjármuna sjóðsins voru lán til skyldra aðila, þ.e. Landsbankans sjálfs, Samsonar, Eimskipafélagsins og Straums-Burðaráss. Þetta segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags, en félagið hefur undir höndum yfirlit frá Landsbankanum yfir fyrirtæki sem höfðu fé að láni frá Landsvaka hf. síðasta haust.

peningar.jpg

Lesa meira

Fljótið og hringurinn

FLJÓTIÐ OG HRINGURINN er heiti yfir vinnubúðir, listsýningar og heimildamynd sem Lóa (Ólöf Björk Bragadóttir) bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs stendur fyrir nú í október. Um er að ræða samstarfsverkefni ólíkra listamanna sem vinna saman að listsköpun á Eiðum frá 14. – 19. október 2009. Afraktstur vinnubúðanna verður svo sýndur í sérstakri hringferð, Fljótsdalshringinn, sem farin verður sunnudaginn 18. október kl. 11:00.

lagarfljt.jpg

Lesa meira

Saumastofan frumsýnd

Í kvöld kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs leikverkið Saumastofuna, eftir Kjartan Ragnarsson. Leikritið naut mikilla vinsælda þegar það var fyrst sýnt, á áttunda áratugnum og mörg sönglaganna í því eru vel þekkt. Þetta er 54. uppsetning leikfélagsins, sem að jafnaði hefur sett upp eina til tvær sýningar á ári frá því 1966. Leikstjóri Saumastofunnar er Daníel Behrend og tónlistarstjóri Freyja Kristjánsdóttir. Önnur sýning er á morgun kl. 20 og sú þriðja sunnudaginn 18. október kl. 15. Síðan verða sýningar 23., 24., 25., og 29. október. Miðasala er í síma 862-3465 og er miðaverð 2000 krónur.

saumastofan.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.