Vinnuslys í álverinu

Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði,  þegar  maður  klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lækna er maðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Samstarfsmenn mannsins brugðust hárrétt við og sýndu mikið snarræði þegar slysið varð. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir.

lver.jpg

Lesa meira

Pétur Kristjáns sýnir í Bókabúðinni

Pétur Kristjánsson sýnir verk sitt Kjallaraseríuna í Bókabúðinni, verkefnarými Skaftfells. Hún verður opin samkvæmt samkomulagi fram til 1. nóvember. Upplýsingar fást hjá Skaftfelli í síma 472 1632 eða hjá Pétri Kristjánssyni í síma 861 7764. Gamla bókabúðin á Seyðisfirði hefur nú þjónað sem verkefnarými Skaftfells í eitt ár. Auk fjölbreyttra sýninga hafa verið haldin í bókabúðinni námskeið, vinnustofur, markaðir og uppákomur.

ptur_kristjns_bkabin.jpg

Lesa meira

Helmingur nemenda veikur

Líklegt þykir að H1N1-flensan herji nú á nemendur Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Þar hefur verið tilkynnt um veikindi fimmtíu nemenda og á að taka sýni hjá þeim til að grafast fyrir um hvort þetta er H1N1-flensan eða önnur pest. 101 nemandi er við skólann og því helmingur þeirra veikur.

Á Breiðdalsvík eru þrettán nemendur skráðir veikir, eða um helft nemenda og er þar einnig grunur um H1N1 smit.

flu.jpg

Lesa meira

ME fagnar 30 ára afmæli

Menntaskólinn á Egilsstöðum fagnar í dag 30 ára afmæli sínu. Ýmislegt er gert til hátíðarbrigða í tilefni afmælisins. Kennslustundir voru öllum opnar fyrir hádegi og síðdegis er gestum boðið að koma og kynnast starfi nemenda og kennara. Andvarp, útvarp mennskælinga við ME, verður með sérstaka afmælisútsendingu og Tónlistarfélag ME með tónlistarflutning. Ávörp flytja Helgi Ómar Bragason skólameistari og heiðursgestur afmælishátíðarinnar, Vilhjálmur Einarsson fyrrverandi skólameistari.

me1.jpg

Jöklar og saga, stjörnur og rómantík

Haustþing Þórbergsseturs verður að þessu sinni haldið laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. október. Á þinginu verður blandað saman fræðslu, skemmtun og útiveru og komið víða við. torbergur-tordarsson-espera.jpg

Lesa meira

Haustsíldin streymir inn til vinnslu

Um helgina hefur síldarvinnsla hjá Síldarvinnslunni hf. í Neskaupstað verið í fullum gangi. Bjarni Ólafsson kom með 500 tonn til vinnslu í gærmorgun og Háberg GK og Börkur NK komu báðir inn með 600 tonn. Samtals er því verið að vinna 1.700 tonn af síld sem veiddist í nót í síldarsmugunni en um sólarhringsstím er á miðin. Síldin er mjög væn og er meðalvigt um 400 g.

haustsild07.jpg
 

Verkmenntaskóli Austurlands efldur

Verkmenntaskóla Austurlands hafa á árinu áskotnast mikilvæg tæki til kennslu í verknámsdeildum skólans. Þau eru gjafir frá Alcoa Fjarðaáli, VHE og Launafli, sem hafa staðið mjög myndarlega að stuðningi við skólann. Verkmenntaskóli Austurlands er nú orðinn einn albest búni framhaldsskóli landsins í stýri- og iðntölvukennslu.

va_tki.jpg

Lesa meira

Síðasti söludagur bleiku slaufunnar á morgun

 Nú eru síðustu forvöð að fjárfesta í bleiku slaufunni og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hún kostar þúsund krónur og fæst meðal annars á Póstinum, í Lyfju og verslunum Kaffitárs.

slaufan09.jpg

Lesa meira

Fundað um framtíð verktaka- og byggingarstarfsemi

Þriðjudaginn 13. október verður haldinn fundur á Hótel Héraði, Egilsstöðum, um atvinnumál og þá sér í lagi stöðu og framtíð verktaka- og bygginarstarfseminnar. Til fundarins hefur verið boðið ráðherrum úr ríkisstjórn, fulltrúum fjármálafyrirtækja, þingmönnum kjördæmisins, sveitarstjórnarmönnum á Fljótsdalshéraði og Austurlandi og fulltrúum frá fyrirtækjum á Fljótsdalshéraði.

1169676357_3312.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.