Orkumálinn 2024

H1N1 símavakt einnig fyrir landsbyggðina

Fjölgað hefur verið hjúkrunarfræðingum sem svara í síma Læknavaktarinnar, númer 1770, á kvöldin og um helgar vegna aukins álags sem rekja má til inflúensufaraldursins. Áður var einn hjúkrunarfræðingur að jafnaði áður á símavaktinni hverju sinni en nú eru fjórir hjúkrunarfræðingar þar samtímis að svara símum á kvöldin og um helgar, þar af tveir í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð 14, Reykjavík, sem virkjuð var til að takast á við verkefnið. Hjúkrunarfræðingar frá Læknavaktinni og Landspítala sitja fyrir svörum og enn verður fjölgað í hópi þeirra ef þörf krefur.

sick.gif

Lesa meira

Veðurloftbelgir frá Egilsstaðaflugvelli

Flugstoðir hafa sótt um byggingarleyfi innan flugvallarins á Egilsstöðum fyrir aðstöðu háloftastöðvar fyrir veðurrannsóknaloftbelgi. Sótt er um byggingarleyfi fyrir gám á steyptum grunni innan flugvallargirðingar. Úr gámnum er hugmyndin að sleppt verði á sjálfvirkan hátt loftbelgjum með ýmsum mælitækjum til rannsókna á veðurfari í háloftunum yfir Íslandi. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti að veita byggingarleyfið á fundi sínum í gær.

veurloftbelgur.jpg

Nítjánda bók Vilhjálms um Brekku og Dali í Mjóafirði

Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði gaf á dögunum út sína 19. bók; Bændatal og byggðaröskun. Vilhjálmur ritar í bókinni um sögu sinnar heimasveitar. Hann tekur saman bændatöl tveggja jarða í Mjóafirði; Brekku og Dala, í þrjúhundruð ár eða allt frá 1700. Saman við fléttast sú byggðaröskun sem orðið hefur og gerbreytt ásýnd fjarðarins.

mjoifjordur.jpg

Lesa meira

Hátt í 200 tonn af búnaði hífð inn í nýja verksmiðjuhúsið

Þau eru engin léttavara tækin sem nú er verið að flytja úr fiskmjölsverksmiðju HB Granda á Vopnafirði yfir í nýja verksmiðjubyggingu sem taka á í notkun í byrjun næsta árs. Alls vegur búnaðurinn hátt í 200 tonn og þar munar mest um sjálfan þurrkarann sem einn og sér vegur 97 tonn.

vopnafjrur2.jpg

Lesa meira

Líklega hægt að ljúka Hófaskarðsleið um mitt næsta sumar

Ekki þarf að fara fram umhverfismat vegna legu um 2 km vegarkafla vestast á Hófaskarðsleið. Þetta er úrskurður Skipulagsstofnunar. Undirbyggður hefur verið um 30 km langur vegur milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar en lokakaflinn vestast frestaðist vegna þófs um legu hans. Væntanlega verður hægt að halda framkvæmdum áfram þegar kærufrestur er útrunninn í nóvember og framkvæmdaleyfi liggur fyrir frá sveitarstjórn, að því tilskyldu að ekki berist kærur. Slitlag ætti því að geta verið komið á veginn um mitt næsta sumar.

hofaskardsleid.jpg

Sorpflokkun gengur vel á Fljótsdalshéraði

Nýjar flokkunarreglur sorps á Fljótsdalshéraði virðast virka með ágætum og þegar hefur töluvert magn úrgangs verið sett í moltu og endurvinnslu á vegum Íslenska gámafélagsins. Félagið vísar á bug sögusögnum um að allt heimilissorp sé urðað.

rusl.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð varar við orku- og auðlindaskatti

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur sent frá sér ályktun vegna áforma um álagningu orku- og auðlindaskatts. Bæjarráð samþykkti samhljóða á fundi sínum 20. október sl. að beina því til þingmanna kjördæmisins að þeir beiti sér gegn samþykkt tillagna í fjárlagafrumvarpi um álagningu slíks skatts og leggur áherslu á að forsendur þróunar og nýsköpunar í sveitarfélaginu verði ekki rýrðar með slíkri sértækri skattheimtu.

skattur.jpg

Lesa meira

Ekkert gsm-mastur á Selöxl

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur hafnað leyfi fyrir uppsetningu gsm-masturs á vatnsmiðlunargeymi á Selöxl, í nýlegu íbúðarhverfi innan Egilsstaðabæjar. Við upphaflega afgreiðslu byggingarleyfis láðist að láta fara fram grenndarkynningu vegna mastursins.

gsm-mast.jpg

Lesa meira

Ákærður fyrir manndráp af gáleysi

 Tæplega tvítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.