Fljótið og hringurinn

FLJÓTIÐ OG HRINGURINN er heiti yfir vinnubúðir, listsýningar og heimildamynd sem Lóa (Ólöf Björk Bragadóttir) bæjarlistamaður Fljótsdalshéraðs stendur fyrir nú í október. Um er að ræða samstarfsverkefni ólíkra listamanna sem vinna saman að listsköpun á Eiðum frá 14. – 19. október 2009. Afraktstur vinnubúðanna verður svo sýndur í sérstakri hringferð, Fljótsdalshringinn, sem farin verður sunnudaginn 18. október kl. 11:00.

lagarfljt.jpg

Lesa meira

Saumastofan frumsýnd

Í kvöld kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Fljótsdalshéraðs leikverkið Saumastofuna, eftir Kjartan Ragnarsson. Leikritið naut mikilla vinsælda þegar það var fyrst sýnt, á áttunda áratugnum og mörg sönglaganna í því eru vel þekkt. Þetta er 54. uppsetning leikfélagsins, sem að jafnaði hefur sett upp eina til tvær sýningar á ári frá því 1966. Leikstjóri Saumastofunnar er Daníel Behrend og tónlistarstjóri Freyja Kristjánsdóttir. Önnur sýning er á morgun kl. 20 og sú þriðja sunnudaginn 18. október kl. 15. Síðan verða sýningar 23., 24., 25., og 29. október. Miðasala er í síma 862-3465 og er miðaverð 2000 krónur.

saumastofan.jpg

Efling samvinnu á Seyðisfirði

Menntamálaráðuneytið hefur lagt til fjármagn í a.m.k. eitt ár til að gera skrifstofu ferða- og menningarmála, Tækniminjasafni Austurlands, Skaftfelli, miðstöð myndlistar á Austurlandi og Miðstöð menningarfræða á Austurlandi kleift að ráða sameiginlegan starfsmann sem vinni að aukinni samvinnu stofnananna. Tillagan er hluti af ráðstöfun sem ríkisstjórnin ákvað að grípa til með hliðsjón af skýrslu nefndar um leiðir til að styrkja atvinnulíf á Austurlandi og Norðurlandi eystra. Til starfans hefur verið ráðin Árný Bergsdóttir, ferðamálafræðingur. Starfsstöð hennar er á bæjarskrifstofu Seyðisfjarðarkaupstaðar.

rn_bergsdttir.jpg

Lesa meira

Hundruðum zeólíta stolið frá Teigarhorni

Hundruðum geislasteina hefur verið stolið úr steinasafni að Teigarhorni í Berufirði. Er húsráðandi kom heim í gær eftir nokkra fjarveru kom í ljós að um 500 steinar höfðu verið hreinsaðir úr safninu, úr sýningarskápum og af borðum. Jónína Björg Ingvarsdóttir á Teigarhorni segir safnið um 15 milljóna króna virði og ótryggt. Lögregla rannsakar málið.

teigarhorn2005.jpg

Lesa meira

Mótmælt við skrifstofur HSA

Rúmlega þrjátíu manns efndu til mótmæla fyrir utan skrifstofur Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á Egilsstöðum kl. 13 í dag. Hópurinn var með mótmælaspjöld, barði saman pottokum, blés í lúðra, fluttar voru ræður og hrópuð andmæli gegn yfirstjórn HSA. Mótmælt var meðferð HSA á Hannesi Sigmarssyni, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en honum var vikið tímabundið frá störfum fyrir um 8 mánuðum og kærður til lögreglu vegna meints misferlis með fé HSA. Varpað var fram að Fjarðabyggð tæki heilsugæslu sveitarfélagsins í eigin hendur.

hs

Lesa meira

Varar við frestun framkvæmda við snjóflóðavarnir

Bæjarráð Fjarðabyggðar varar við þeirri ákvörðun um frestun framkvæmda við Tröllagil í Norðfirði sem tilkynnt er í bréfi umhverfisráðuneytisins dags. 7. október 2009.  Í tilkynningunni kemur fram að fyrri áætlanir um framkvæmdir við þver- og leiðigarð neðan Tröllagils á Norðfirði geti ekki gengið eftir og væntanlega hafi ofanflóðasjóður ekki fjármagn til verkefnisins fyrr en á árinu 2013.

nesk_img_0143.jpg

Lesa meira

Öryggissveitir bólusettar

Bóluefni vegna inflúensunnar H1N1 er komið til landsins og bólusetning heilbrigðisstarfsmanna hófst í gær. Stefnt er að því að hefja bólusetningu svokallaðra öryggissveita eftir helgi en í þeim hópi eru lögreglan, björgunarsveitir, slökkvilið,  tollverðir, fangaverðir, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Neyðarlínan og fleiri. Unnið er hörðum höndum að því að kortleggja aðra nauðsynlega starfsemi og hvort mögulegt er að afmarka þennan hóp til bólusetningar. Almenn bólusetning hefst í byrjun nóvember og á þá að vera búið að bólusetja öryggissveitir og sjúklinga. Áætlanir gera ráð fyrir að búið verði að bólusetja allt að 75 000 manns fyrir lok nóvember. Frá þessu greinir á vef almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.

haus_logo.gif

Lesa meira

Boða til mótmæla við HSA

Efnt verður til mótmæla utan við höfuðstöðvar Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) á Egilsstöðum í hádeginu. Stuðningsmenn yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar standa fyrir mótmælunum og hyggjast leggja upp frá Reyðarfirði kl. 12 og aka að HSA á Egilsstöðum. Mótmæla á því að yfirstjórn HSA leysti yfirlækninn tímabundið frá störfum fyrir um 8 mánuðum og fól lögreglu að rannsaka meint misferli hans með fjármuni stofunarinnar.

hsa.jpg

Lesa meira

Vinnuslys í álverinu

Vinnuslys varð á ellefta tímanum í morgun í álveri Fjarðaáls í Reyðarfirði,  þegar  maður  klemmdist við vinnu sína við víravél í steypuskála álversins. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar og þaðan með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum lækna er maðurinn alvarlega slasaður en ekki í lífshættu. Samstarfsmenn mannsins brugðust hárrétt við og sýndu mikið snarræði þegar slysið varð. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir.

lver.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.