Standið við samgöngubætur
Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eru stjórnvöld hvött til að standa við áform um samgöngubætur á Austurlandi.
Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði eru stjórnvöld hvött til að standa við áform um samgöngubætur á Austurlandi.
Ný félagsaðstaða eldri borgara á Fljótsdalshéraði ber nafnið Hlymsdalir. Aðstaðan er á 530 fermetrum á jarðhæð nýbyggingar í miðbæ Egilsstaða og hin glæsilegasta. Malarvinnslan byggði húsið. Íbúðir eru enn í smíðum á efri hæðum og ætlaðar fólki yfir miðjum aldri.
Á myndinni má sjá Önnu Einarsdóttur afhenda hjónunum Erlu Jóhannsdóttur og Boga Ragnarssyni viðurkenningu fyrir nafngift húsnæðisins.
Það lítur út fyrir að BT á Egilsstöðum verði ekki upp á marga fiska í nánustu framtíð því óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á BT verslunum ehf. í dag. Stjórnendur fyrirtækisins vona að hægt verði að koma BT aftur í rekstur. Ljóst virðist þó að verslanir fyrirtækisins verða lokaðar í það minnsta næstu dagana. Hjá félaginu starfa 50 manns.
Höttur tapaði í dag heimaleik í körfunni fyrir Hamri frá Hvergerði í 1. deild karla og höfðu Hamarsmenn yfirburði allan leikinn. Lyktir urðu 71 stig Hattar gegn 113 stigum Hamars.
Næstu leikir Hattar verða gegn Val í Vodafone höllinni í höfuðstaðnum 7. nóvember og 15. nóvember á Egilsstöðum við Þór frá Þorlákshöfn.
Hattarmenn reyna að koma við vörnum gegn Hamri.
Ljósmynd/Steinunn Ásmundsdóttir
Starfsfólk Alcoa Fjarðaáls gerir sér glaðan dag með fjölskyldum sínum í dag. Fjörið verður á Eskifirði, þar sem börn og fullorðnir taka þátt í ýmsu sprelli í kringum gamla Randulffssjóhúsið á vegum ferðaþjónustunnar á Mjóeyri. Gönguferðir, fjörulall, leikir og grill eru meðal annars á dagskránni.
Stjórnendur Malarvinnslunnar reyna nú allt sem hægt er til að forða fyrirtækinu frá gjaldþroti. Unnið er að því að selja einstakar deildir út úr fyrirtækinu og er þar um að ræða klæðningu, malbik, steypustöð, vélaverkstæði, einingaverksmiðju og útideild, sem snýr einkum að viðbyggingu Grunnskólans á Egilsstöðum. Hún er jafnframt stærsta einstaka verkefni Malarvinnslunnar nú. Starfsfólk fær greidd laun fyrir október en alls óvíst er um framhaldið.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að hækka gjaldskrá Hitaveitu Fjarðabyggðar um 20,5%. Ástæðan er rakin til hærra raforkuverðs. Íbúar eru missáttir við hækkunina, sem mun skila 12 milljónum króna í tekjur til Hitaveitunnar.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.