Fljótsdalshérað styrkir menningarstarf

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað úthlutaði á dögunum styrkjum til menningarstarfs fyrir árið 2009. Sautján umsóknir bárust. Félag skógarbænda á Héraði hlaut hæsta styrkinn, kr. tvö hundruð þúsund, vegna skógardagsins mikla í Hallormsstað.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Lesa meira

Þróttur Nes raðar inn verðlaunum

Á laugardagskvöldið var árs- og uppskeruhátíð Blaksambandi Íslands. Þar kom kvennalið Þróttar sterkt inn í verðlaunaafhendinunum en veitt voru eftirfarandi verðlaun í kvennaflokki:

rttur_nes_lg.jpg

Lesa meira

Eskja harmar vinnubrögð sænska sjónvarpsins

Eskja hf. á Eskifirði hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem umfjöllun sænska ríkissjónvarpsins um mjölvinnslu fyrirtækisins í þættinum Uppdrag Granskning sem sýndur var 25. febrúar er hörmuð. Í þættinum var rætt við Hauk Björnsson, þáverandi framkvæmdastjóra Eskju og Hauk Jónsson verksmiðjustjóra. Fréttaauki Sjónvarps fjallaði um þátt sænska sjónvarpsins í gær. logo.gif

Lesa meira

Nýr bókaklúbbur á Netinu – Undirheimar

Á dögunum stofnaði bókaforlagið Uppheimar nýjan bókaklúbb á Netinu, Undirheima. Klúbburinn, sem er án nokkurra skuldbindinga, býður upp á norrænar glæpasögur í hæsta gæðaflokki á hagstæðum kjörum.

Um þessar mundir og á næstu vikum koma út eftirtaldar bækur hjá Undirheimum: Land tækifæranna eftir Ævar Örn Jósepsson, Þar sem sólin skín eftir Lizu Marklund, Rauðbrystingur eftir Jo Nesbø, Óheillakrákan eftir Camillu Läckberg og Kallaðu mig prinsessu eftir Söru Blædel.

tharsemsolinskin_kapa.jpg

Lesa meira

Ferðafagnaður 18. apríl

Nú er í undirbúningi Ferðafagnaður á landsvísu (hét áður Ferðalangur í heimabyggð) sem er hugsaður sem kynningar- og hátíðisdagur íslenskrar ferðaþjónustu, 18. apríl. Grunnhugmyndin er að ferðaþjónustan veki athygli á skemmtilegri og víðfeðmri starfsemi sinni og geri almenning meðvitaðri um allt það góða sem ferðaþjónustan hefur upp á að bjóða. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári. Reynslan sýnir að íbúar kunna vel að meta að kynnast þeirri fjölbreyttu afþreyingu sem er í boði á heimaslóð. Fyrir ferðaþjónustuna er þetta frábært tækifæri til að kynna það sem er í boði fyrir ferðamenn.

feralangur3.jpg

 

Lesa meira

Ungir Reyðfirðingar fara á kostum

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar var haldin fyrir fullu húsi síðastliðið miðvikudagskvöld. Þema hátíðarinnar var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision eða Reyðóvision. Meðal frábærra skemmtiatriða var  frumsamið þungarokk, skrautlegt Eurovisionpartý, áheyrnarprufur þar sem ólíklegustu þátttakendur birtust og lifandi póstkort frá Íslandi. Nemendur fóru hreinlega á kostum í hlutverkum sínum og það var sungið, spilað á hljóðfæri, dansað og leikið af hjartans lyst.

Reyðarfjörðurársh 

Lesa meira

Gunni Þórðar væntanlegur

Egilsbúð í Neskaupstað efnir til tónleika með hinum ástsæla tónlistarmanni Gunnari Þórðarsyni næstkomandi laugardag. Gunnar fer yfir langan og farsælan feril sinn í tali og tónum og lög eins og Gaggó Vest, Þitt fyrsta bros, Fyrsti kossinn, Bláu augun þín, Ég elska alla og Harðsnúna Hanna munu væntanlega óma um salinn og ylja tónleikagestum. Ýmislegt er framundan í Egilsbúð og svo dæmi sé tekið verður þar pókermót dagana 17. og 18. apríl.

gunni_rar.jpg

Verktakar gætu átt möguleika erlendis

Verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Fljótsdalshéraði er þokkaleg fyrir komandi vor og sumar. Austfirskir verktakar gætu mögulega leitað eftir verkefnum fyrir stóra erlenda aðila eins og Bechtel á erlendri grund.

13_29_29---tracked-digger-bucket-working-in-a-river_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.