Skurðgrafa valt
Skurðgrafa valt við vegagerð við Arnórsstaðamúla á Jökuldal í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist enginn.
Hálslón að fyllast - Jökla fer að renna
Í hlýindunum síðustu vikur hefur verið mikið innrennsli í Hálslón frá Brúarjökli. Undanfarna viku hefur innrennslið inn í lónið verið um það bil 33 milljón rúmmetrar á sólahring sem jafngildir að meðaltali innrennsli upp á rúma 380 rúmmetra á sekúndu. Þar af renna svo um 120 rúmmetrar á sekúndu til Fljótsdalsstöðvar til orkuframleiðslu.
.
Lýsir frati í körfuknattleiksdeildina
Fram kemur í Austurglugganum í dag að Björgvin Karl Gunnarsson sem leikið hefur með Hetti í körfuboltanum undanfarin ár segist vera hættur að spila með liðinu. Hann er sár og reiður við stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Björgvin var mótfallinn því að þjálfari síðasta vetrar, Jeff Green, yrði endurráðinn.
Skýlin enn laus
Varamannaskýli á Fellavelli eru enn laus og engin markatafla sjáanleg. Úrbótum átti að vera lokið í þessari viku.
Heiðraður fyrir tóbaksvarnir
Pétur Heimisson, yfirlæknir á Egilsstöðum, fékk nýverið viðurkenningu fyrir starf sitt í þágu tóbaksvarna á Íslandi.
Tröllin koma
Keppnin Austfjarðatröllið 2008 fer fram á Austfjörðum um helgina. Keppni hefst rétt fyrir hádegi á morgun á Vopnafirði en lýkur á Breiðdalsvík seinni part laugardags.
Skiptum á búi Hetjunnar lokið
Skiptum á búi Lagarfells ehf., rekstrarfélags veitinga- og skemmtistaðarins Hetjunnar í Fellabæ, er lokið. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 25,2 milljónum króna.
Ræðir sonarmissinn
Þráinn Lárusson, skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hallormsstað ræðir sonarmissinn sem hann varð fyrir í júní í nýjasta tölublaði Mannlífs. Lárus Stefán Þráinsson, framdi sjálfsmorð, en hann var fórnarlamb margra ára hrottalegs eineltis.