Ráðstefna um velferð barna og vægi foreldra

Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í Barna- og fjölskylduvernd og Forlagið í tilefni af útkomu bókarinnar Árin sem engin man eftir Sæunni Kjartansdóttur og fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.

sidfraedistofnun.jpg

Lesa meira

Brúarásskóli fagnar þrjátíu ára afmæli

Brúarásskóli er 30 ára og verður af því tilefni haldin afmælishátíð í skólanum 20. mars næstkomandi. Fluttur verður á hátíðinni söngleikurinn Ævintýrasúpan eftir Ingunni Snædal, í leikstjórn höfundar og er tónlistarstjóri Jón Ingi Arngrímsson. Auk þess verður ýmislegt fleira til skemmtunar, svo sem getraunir, tombóla og sýning á gömlum myndum og námsbókum liðinna þriggja áratuga.

bruaras_logomynd2.jpg

Þróttur tapaði úrslitaleiknum

Þróttur Neskaupstað tapaði í dag 3-1 fyrir HK í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Leikið var í Laugardalshöll.

 

Lesa meira

Grunnskóli Reyðarfjarðar í toppformi

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að Grunnskóli Reyðarfjarðar varð í fyrsta sæti í flokki skóla með 150-399 nemendur í Lífshlaupi ÍSÍ. Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni sem lauk nýlega og snerist um keppni í hreyfingu á landsvísu með þátttöku skóla, vinnustaða og einstaklinga. Það kom í ljós að nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar eru sérlega duglegir að hreyfa sig og náðu því framúrskarandi árangri.

grunnskli_reyarfjarar.jpg

 

Lesa meira

Stjórnvöld höggvi ekki þar sem hlífa skyldi

Framhaldsskólakennarar ályktuðu um menntun og skólastarf á ársfundi sínum síðastliðinn fimmtudag. Félag þeirra hvetur stjórnvöld til að standa gegn niðurskurði í menntakerfinu og höggva ekki þar sem hlífa skyldi.

04_36_9---coloured-pencils_web.jpg

Lesa meira

Íbúafundir um fræðslu- og frístundastefnu

Fjarðabyggð stendur fyrir íbúafundum um fræðslu- og frístundastefnu sveitarfélagsins 17. og 18. mars. Á fundunum stendur til að kynna fyrirliggjandi drög að stefnu sveitarfélagins, sem unnin eru af þrjátíu manna hópi fólks úr Fjarðabyggð. Í kjölfarið verður efnt til umræðu um lykilþætti stefnunnar og kallað eftir viðbrögðum og athugasemdum íbúanna. 17. mars verður íbúafundur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 20. 18. mars í Nesskóla kl. 20.

fjaragbyggarlg.jpg

Heilsu- og hamingjuhrólfar fá viðurkenningu

Heilsuátak hófst í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum 20. febrúar og stendur til 30 apríl. Fólk getur valið á milli þess að mæta þrisvar eða fimm sinnum í viku. Þeir sem ná því eiga möguleika á viðurkenningu sem er dregin út hálfsmánaðarlega. Nú hefur fyrsti útdráttur farið fram og viðurkenningar verða veittar síðdegis í dag.
sundlaug_-_rennibraut_-_pottar_2005__jpg.jpg

Lesa meira

Mistök í Útsvari?

Dómara Útsvars kunna að hafa orðið á mistök þegar hann gaf Fljótsdalshéraði rangt fyrir svar þeirra við fimmtán stiga spurningu um Íslendingasögu.

 

Lesa meira

Búast við handboltamóttökum

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, sem tapaði í úrslitum fyrir liði Kópavogs, reiknar með höfðinglegum móttökum þegar það snýr aftur til Egilsstaða.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.