Norðfjarðarsaga II að koma út í tveimur bindum

Norðfjarðarsaga II kemur út snemma í aprílmánuði. Þessi hluti sögunnar fjallar um tímabilið 1895-1929. Upphaf umfjöllunarinnar miðast við það þegar Nes í Norðfirði var löggiltur verslunarstaður en lokin markast af því þegar Neskauptún öðlaðist kaupstaðarréttindi. Kaupstaðarréttindin tóku gildi hinn 1. janúar 1929 og eru því liðin rétt 80 ár frá þeim tímamótum. Norðfjarðarsaga II er beint framhald Norðfjarðarsögu I sem kom út árið 2006. Höfundur Norðfjarðarsögu II er Smári Geirsson. Það er Bókaútgáfan Hólar sem annast útgáfuna en Steinholt sér um prentun og bókband.

Lesa meira

Ráðuneyti taki rekstur Helgafells til skoðunar

Í nýlegri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA), er því beint til heilbrigðisráðuneytisins að taka rekstur dvalarheimilisins Helgafells á Djúpavogi til gagngerrar endurskoðunar. Segir í úttektinni að rekstur þess falli ekki undir skilgreint hlutverk HSA. Auk þess séu heimilismenn í raun hjúkrunarsjúklingar og fái því ekki þá faglegu heilbrigðisþjónustu sem þeim beri við núverandi aðstæður.

image0011.jpg

Lesa meira

Austurlandsmót á skíðum um helgina

Austurlandsmót 2009 á skíðum, skíðamót fyrir alla aldursflokka í Oddsskarði, hefst klukkan níu í fyrramálið og stendur fram yfir hádegi á sunnudag. Skíðafélag Fjarðabyggðar stendur að mótinu og er búist við fjölda þátttakenda og mikilli skíðasveiflu í brekkunum. Dagskráin er eftirfarandi.

oddsskar.jpg

Lesa meira

Norðfjarðarsaga II væntanleg í apríl

Norðfjarðarsaga II kemur út snemma í aprílmánuði. Þessi hluti sögunnar fjallar um tímabilið 1895-1929. Upphaf umfjöllunarinnar miðast við það þegar Nes í Norðfirði var löggiltur verslunarstaður en lokin markast af því þegar Neskauptún öðlaðist kaupstaðarréttindi. Kaupstaðarréttindin tóku gildi hinn 1. Janúar 1929 og eru því liðin rétt 80 ár frá þeim tímamótum. Norðfjarðarsaga II er beint framhald Norðfjarðarsögu I sem kom út árið 2006. Höfundur Norðfjarðarsögu II er Smári Geirsson. Það er Bókaútgáfan Hólar sem annast útgáfuna en Steinholt sér um prentun og bókband.

Lesa meira

Fljótsdalshérað sigraði Árborg í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs er komið í úrslit í spurningakeppni Sjónvarps, Útsvari. Liðið sigraði Árborg með 83 stigum gegn 78 nú í kvöld, eftir tvísýna baráttu. Úrslitakeppnin, þar sem Héraðsmenn eiga við lið Kópavogs, verður að viku liðinni.

Lið Fljótsdalshéraðs skipa þau Margrét Urður Snædal, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson.

utsvar1_vefur.jpg

Lesa meira

Laufey íþróttamaður Fjarðabyggðar

Laufey Frímannsdóttir, glímukona á Reyðarfirði, var kjörin íþróttamaður Fjarðabyggðar við hátíðlega athöfn í Nesskóla á miðvikudag. Laufey er fjölhæf íþróttakona og auk þess að æfa glímu sagði hún krökkum til í badminton haustið 2008. Í greinargerð frá Ungmennafélaginu Val, kom fram að Laufey væri sérstaklega lipur og leikin glímukona. Hún væri hörð af sér við æfingar og metnaðarfull, en um leið afar kurteis. Laufey er góður félagi og á marga góða vini í glímunni.

rttamenn_fjarabyggar_08.jpg

Lesa meira

Vilja byggja við hótel í Hallormsstað

Eignarhaldsfélagið Hallormur hyggst á næstunni byggja 300 fermetra viðbyggingu við hótel sitt í Hallormsstað. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að fela skipulags- og byggingafulltrúa sveitarfélagsins að setja málið í grenndarkynningu áður en byggingarleyfi verður veitt fyrir viðbyggingunni.

Leikfélagið Djúpið frumsýnir í kvöld

Mikil eftirvænting ríkir nú í Verkmenntaskóla Austurlands, en í kvöld mun leikfélag skólans, Djúpið, frumsýna leikritið Eftir lífið í leikstjórn Katrínar H. Sigurðardóttir. Verkið er eftir Sigtrygg Magnason og er hluti Þjóðleiksverkefnisins. Leikritið verður sýnt í húsakynnum VA og opnar húsið kl. 20. Sýningin hefst kl. 20:30.

ti0126096.jpg

Kanna réttarstöðu vegna framkvæmda við miðbæ

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hyggst láta kanna réttarstöðu sína með hliðsjón af skaðabótum  gagnvart aðilum sem samið var við um framkvæmdir við nýjan miðbæ á Egilsstöðum. Bæjarstjórn samþykkti tillögu þar um á fundi sínum 4. mars. Um er að ræða fyrsta áfanga nýs miðbæjar, norðan Fagradalsbrautar, sem unnið var að síðastliðið sumar og er nú hálfkaraður og til trafala.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.