Stórlaxaævintýri í Breiðdalsá
Hvert ævintýrið rekur annað í Breiðdalsá þar sem veiðimenn glíma við stórlaxa á hverjum degi núorðið. Þann 6. júlí setti heimamaðurinn Guðlaugur Jónsson í vænan lax á Skammadalsbreiðu á spón og eftir meira en klst viðureign landaði hann stórum hæng rétt við klakkistuna neðarlega á breiðunni og setti fiskinn í hana.