Köld sundlaug á Eskifirði

Vegna bilunar í Hitaveitu Eskifjarðar má búast við því að sundlaug bæjarins verði köld næstu daga. Reynt verður að halda pottum og vaðlaug heitum fyrir viðskiptavini. Einnig verður líkamsræktin opin eins og venjulega. Tilkynnt verður á vefnum www.fjardabyggd.is þegar viðgerðum lýkur en því miður er óvíst er hvenær það verður.

sundlaug_eskifjrur.jpg

Haukur Björnsson framkvæmdastjóri hættir hjá Eskju

Haukur Björnsson hættir hjá Eskju hf. sem framkvæmdastjóri eftir að hafa unnið hjá félaginu í fjöldamörg ár. Haukur hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan 2004 en hefur ákveðið að snúa sér að öðru. Stjórnarformaður og aðaleigandi félagsins Þorsteinn Kristjánsson mun taka við starfi sem forstjóri Eskju hf. og nánari skipulagsbreytingar verða kynntar síðar.

haukur_bjrnsson2.jpg

Lesa meira

Hanna Elísa áfram

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, frá Teigarhorni í Berufirði, er komin áfram í tíu manna úrslit  Idol-Stjörnuleitar á föstudagskvöld.

 

Lesa meira

Ráðgjöf verði færð frá Hafró til háskólasamfélagsins

Elding, félag smábátaeigaenda á norðanverðum Vestfjörðum, vill að ráðgjöf um árlegan heildarafla nytjastofna á Íslandsmiðum verði færð frá Hafrannsóknastofnun til háskólasamfélagsins. Ályktun þar að lútandi var samþykkt á stjórnarfundi félagsins 8. mars. Stjórnin telur að sá trúnaðarbrestur sem orðinn er milli sjómanna og Hafrannsóknastofnunar sé farinn að skaða nauðsynlega framþróun.

2026_25_27---fishing-boat--holy-island--northumberland_web.jpg

Lesa meira

Skemma féll saman undan snjóþyngslum

Skemma í eigu Síldarvinnslunnar í Neskaupstað hrundi saman undan snjóþyngslum í gær. Skemman, sem stendur rétt innan við gamla frystihúsið í bænum, var orðin vel við aldur  og kom að sögn heimamanna lítt á óvart að hún skyldi leggjast saman, það hafi í raun aðeins verið tímaspursmál. Austurglugginn hefur enn sem komið er ekki upplýsingar um hvort einhver verðmæti voru geymd í skemmunni, en allt útlit er fyrir að svo hafi ekki verið og því vonandi ekki um sérstakt tjón að ræða fyrir SVN.

 skemma_svn_vefur_1.jpg

Lesa meira

Höttur fallinn

Höttur féll í dag úr 1. deild karla í körfuknattleik þegar liðið tapaði 94-80 fyrir Ármanni í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

 

Lesa meira

Hans Friðrik og Sigur sýndu glæsilega takta

Hans Friðrik Kjerúlf og fjölskylda gerðu góða ferð í Húnavatnssýslu um liðna helgi. Þar fór fram eitthvert sterkasta ísmót sem haldið hefur verið utandyra til þessa. Margir af bestu hestum landsins voru mættir til leiks. Hans keppti á Sigri frá Hólabaki í B-flokki og tölti. Fóru leikar þannig að Hans hafði sigur í báðum greinum og óhætt að segja að það sé frábær árangur sem skráist í sögubækur austfirskrar reiðmennsku.

20090308141559658321.jpg

Lesa meira

Fulltrúar Framsóknar staðfestir

Framsóknarmenn hafa staðfest nýja fulltrúa sína í nefndum á vegum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs.

 

Lesa meira

Verndum mannréttindi kvenna - alþjóðlegur baráttudagur 8. mars

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars stendur Íslandsdeild Amnesty International fyrir undirskriftarsöfnun á heimasíðu samtakanna http://www.amnesty.is/undirskriftir til stuðnings konum og stúlkum í Afganistan. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda um betri kjör kvenna er ofbeldi gegn konum og stúlkum í Afganistan enn landlægt og birtingarmyndirnar margar.

afganskar_konur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.