Höfnuðu beiðni um viðbótargreiðslur
Bæjarráð Fjarðabyggðar hafnaði á fundi sínum í gær beiðni starfsmanna leikskóla sveitarfélagsins um viðbótargreiðslur vegna vinnu í matartímum. Í bókun ráðsins segir að ekki sé rétt að samþykkja greiðslurnar því kjarasamningar renni út 30. nóvember.