"Þegar flugvöllurinn á Egilsstöðum var endurbyggður, voru uppi áform um að hann yrði 2700 metrar, en í fyrsta áfanga var hann byggður í 2000 metra. Hefði settum áformum verið fylgt, eru líkur á að þessi atburður hefði ekki orðið." Þetta segir Benedikt Warén starfsmaður í flugturninum á Egilsstöðum á bloggsíðu sinni um flugslysið við Egilsstðaflugvöll í gærkvöldi.
Grunnskólabörn á Stöðvarfirði tóku vel á móti glæsilegum fornbílunum í gær sem taka þátt í góðaksturkeppni breska bílaklúbbsins HERO. Bílarnir komu síðar um daginn meðal annars við hjá Alcoa á Reyðarfirði og í Shell á Egilsstöðum. Fornbílarnir og gamaldags klæddir bílstjórarnir vöktu að sjálfsögðu verskuldaða athygli hvar sem þeir komu.
Lítil eins hreyfils flugvél brotlenti á Egilsstaðatúni um klukkan ellefu í kvöld. Einn erlendur flugmaður var í vélinni. Hann slasaðist ekki alvarlega en fór í athugun á Heilsugæslustöðinni á Egilsstöðum.Vélin var að koma frá Grænlandi.
Ekið var á 11 ára gamlan dreng í Fellabæ á fimmta tímanum í dag. Drengurinn var á reiðhjóli. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður en var þó fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar. Þar mun hann gangast undir ýtarlega rannsókn. Þetta kom fram í svæðisfréttum RÚV í dag.
Á morgun tekur KFF á móti Stjörnunni á Norðfjarðarvellí í 1. deild í knattspyrnu. Fyrir leikinn er lið Fjarðabyggðar í bullandi fallbaráttu í 9. sæti með 21 stig eftir 20 leiki í deildinni.
Ben Hill frá Nýja Sjálandi sem spilaði með Hetti í körfunni á síðasta tímabili er mættur aftur til Egilsstaða. Hann segist ætla að spila með Hattarliðinu í vetur, en um tíma leit út fyrir að hann spilaði með Njarðvíkingum í vetur.