12. desember 2022
„Létum bara vaða á austfirska höfunda“
„Það er mjög fjölbreytt flóra í rithöfundalestinni í ár. Það eru bæði ljóðabækur og skáldsögur, sagnfræðileg rit og þýðingar og ég held að gróskan í austfirskri útgáfu hafi sjaldan verið meiri,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, hjá Skriðuklaustri.