Allar fréttir

Gott í gogginn: Silungur, salat og gratineraður kjúklingur

Að vanda kemur Austurglugginn þeim til hjálpar sem vita ekki gjörla hvað á að hafa í matinn um helgina og birtir bestu eldhúsleyndarmál matgæðinga blaðsins á vefnum. Uppskriftir að þessu sinni koma frá Dagmar Jóhannesdóttur. Hún býður okkur upp á léttan og ljúfan helgarmat.

trout.jpg

Lesa meira

Krakkarnir í Hallormsstaðarskóla sigruðu í Skólahreysti

Skólahreysti MS var á Austurlandi í gær og kepptu grunnskólar fjórðungsins í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum að viðstöddum mörghundruð gestum. Þröngt var á þingi og feiknamikil stemning þegar blásið var til níunda og síðasta riðils keppninnar.
Hallormsstaðarskóli stóð uppi sem sigurvegari skóla á Austurlandi, með 52,5 stig. Vopnafjarðarskóli náði öðru sæti með 47,5 stig og í þriðja sæti varð Grunnskóli Hornafjarðar.

sklahreysti.jpg

Lesa meira

Systurnar átján í austri

Elma Guðmundsdóttir skrifar:     Ég verð alltaf jafn hissa þegar ég hitti ferðavant fólk sem segist ekki hafa komið til Færeyja. Þetta minnir mig á þegar Siggi Nobb sem hafði siglt um öll heimsins höf og komið til fjölmargra lands, spurði svo Jónas Árnason; Jónas, hvernig er á Þingvöllum?

Færeyjar

Lesa meira

LME frumsýnir Go.com Air í kvöld

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum, LME, frumsýnir í kvöld kl. 20 leikritið Beðið eftir Go.com Air, (Go-dot-com Air) eftir Ármann Guðmundsson. Leikritið fjallar um hóp Íslendinga sem eru staddir í flugstöð erlendis á leið heim. Þeir lenda í ýmsum hrakningum, sem skapast af seinkun á fluginu.

ti0126096.jpg

 

Lesa meira

Blessuð heiðlóan er komin

Vorboðinn ljúfi er kominn til landsins. Fyrsta heiðlóan sást ein á flugi yfir Einarslundi á Höfn í morgun og ljóðaði í loftinu um vorkomu með sínu yndæla dirrindíi. Blessaðar lóurnar taka því senn að flykkjast til landsins. Lóan á Höfn er nokkuð snemma á ferðinni, því að jafnaði koma fyrstu fuglarnir á bilinu 20. til 31. mars.

heila.jpg

Lesa meira

Vara við endalokum íslensks landbúnaðar innan vébanda Evrópusambandsins

Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmyndum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. ,,Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði," segir í ályktun samtakanna.

1012288.jpg

Norðfjarðargöng og Tortola

Sveinn Jónsson skrifar:   Samgönguráðherra Kristján L. Möller hélt í gærkvöld fund á Neskaupsstað um samgöngumál á Austur- og Norð-austurlandi.  Tíundaði hann og vegamálastjóri, sem með honum var, þar með ágætum að hverju væri unnið á vegum ráðuneytisins á yfirstandandi ári.  Ráðherra  kynnti m.a. væntingar sínar um að niðurstaða fengist senn um byggingu umferðarmiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll og festi hann þar með í sessi á sínum stað í Vatnsmýrinni.  Verk sem þegar höfðu verið ákveðin á vegum ráðuneytisins voru að því er virtist öll meira og minna á áætlun í kjördæmi ráðherra.  En þegar kom að Norðfjarðargögnum þá vandaðist nú málið.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar