Skólahreysti verður haldin á Egilsstöðum fimmtudaginn 19. mars kl. 15. Íþróttamiðstöðin opnar klukkustund fyrir keppni. Það var Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sem náði 1. sæti í Skólahreysti 2008. Nú verður spennandi að sjá hvort hann heldur sínu sæti eða hvort annar skóli af Austurlandi nær af honum titlinum og þar með þátttökurétti í úrslitum í Laugardalshöll 30. apríl.
Heimsgangan er aðgerð sem fer fram í 90 löndum frá 2. október 2009 til 2. janúar 2010 og hefur Ísland nú bæst í þann hóp. MarkmiðHeimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist,svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til umhverfismála á síðustu áratugum.
Siðfræðistofnun efnir til ráðstefnu um velferð barna og vægi foreldra föstudaginn 20. mars nk. kl. 13 á Hótel Sögu, Harvard II. Ráðstefnan er hluti af verkefni Siðfræðistofnunar Gildismat og velferð barna í neyslusamfélagi sem var styrkt af Kristnihátíðarsjóði. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Rannsóknasetur í Barna- og fjölskylduvernd og Forlagið í tilefni af útkomu bókarinnar Árin sem engin man eftir Sæunni Kjartansdóttur og fjallar um umönnun barna fyrstu æviárin.
Björn Valur Gíslason skrifar:Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra er nú í samvinnu við ÁTVR að leggja lokahönd á breytingar á reglum áfengissölunnar um móttöku og dreifingu til þess að jafna aðstöðu framleiðenda á landsbyggðinni við að koma vöru sinni á markað.
Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur fengið beiðnir um nauðungarsölu sextán húsgrunna á Fáskrúðsfirði. Þegar framkvæmdir hófust í við þá var það sagt marka tímamót í byggingasögu bæjarins.
Kristinn Kristinsson, nemandi Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur verið valinn í ólympíulið Íslands í eðlisfræði. Kristinn tók þátt í seinni hluta Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna og náði þriðja sæti. Hann var því valinn í ólympíuliðið og mun keppa fyrir hönd landsins á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Mexíkó í júlí í sumar.
Nú fer að líða að opnun alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðarinnar 700IS Hreindýralands 2009. Hátíðin verður nú haldin nú í fjórða sinn.Í þessari viku munu listamenn og sýningarstjórar sem taka þátt í hátíðinni í ár koma til Egilsstaða, þar sem settar verða upp sjö innsetningar með myndbandsverkum og önnur með hljóðverkum.