Allar fréttir

Matartími á Austurlandi

Á morgun, sunnudag, verður efnt til ráðstefnu um austfirsk matvæli og möguleika til eflingar þeirra. Verkefnið er á vegum Þróunarfélags Austurlands og Vaxtarsamnings. Miklir möguleikar eru taldir vera í þróun og markaðssetningu matvæla og verður farið yfir þá á ráðstefnunni.

gb64tjtk.jpg

Lesa meira

Verkalýðshreyfingin taki sér stöðu með fólkinu nú þegar

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs starfsgreinafélags, segir verkalýðshreyfinguna nú hafa eitt besta tækifæri síðari ára til að hafa mótandi áhrif á samfélagið. Stéttarfélög og samtök þeirra eigi núna að vinna á þann hátt að félagsmenn þeirra geti verið stoltir af því að tilheyra þeim.

hjrds_ra_sigurrsdttir.jpg

Lesa meira

700IS Hreindýraland fær milljón úr Atvinnusjóði kvenna

700IS Hreindýraland, alþjóðleg kvikmynda- og myndbandslistahátíð á Austurlandi, sem er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, hlaut á þriðjudag einnar milljónar króna styrk frá Atvinnusjóði kvenna. Styrkirnir voru afhentir af Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötuna. Alls hlutu 56 verkefni styrk af  264 umsóknum.

image001.jpg

Svæðisútvarp RÚV lagt niður um áramót - Áfram haldið með fréttaöflun fyrir Rás 1, Rás 2 og Sjónvarp

Ríkisútvarpið ætlar að hætta svæðisbundnum útsendingum á Egilsstöðum. Hugsanlega hætta þær um áramót. Starfsmenn svæðisútvarpsins á Austurlandi eru slegnir og telja litla hagræðingu fólgna í að leggja svæðisútvarpið af. Hins vegar verði stofnunin af auglýsingatekjum á Austurlandi, langt umfram kostnað við útsendingar.

 

Lesa meira

Ylur ehf. endurbyggir 4,6 km Borgarfjarðarvegar

Vegagerðin ætlar að semja við Yl ehf. um endurbyggingu á 4,6 kílómetra löngum vegkafla á Borgarfjarðarvegi. Nær hann frá Lagarfossvegi að Sandi í Hjaltastaðarþinghá. Innifalið er einnig í verkingu klæðning 900 m löngum kafla á Lagarfossvegi.

vegagerdinlogogif.gif

Lesa meira

Kuldagjóstur og fannfergi

Veturinn hefur minnt á sig í gær og í dag með kuldagjósti og fannfergi. Á vegum fjórðungsins er víðast hvar snjóþekja eða hálka og skafrenningur. Breiðdalsheiði og Öxi eru ófærar og þungfært víða á fjallvegum. Vegfarendur ættu því að hafa varann á.

snjr.jpg

Lesa meira

Í aðdraganda jóla á Þórbergssetri

Dagskrá verður í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit sunnudaginn 30. nóvember og hefst kl 14:00.  Dagskráin ber nafnið Í aðdraganda jóla, þjóðtrú og alþýðumenning.
mynd.gif

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar