Bjarkey vill annað sætið í forvali VG í Norðausturkjördæmi
Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.