Rafmagnstruflun sú sem varð á stórum hluta landsins snemma í gær virðist ekki hafa ollið neinu tjóni austanlands samkvæmt upplýsingum frá RARIK. Rafmagnslaust varð þó í allt að klukkustund hjá þeim er fá sitt rafmagn frá aðveitustöð Lagarfossvirkjunar.
Íbúar og gestir á Djúpavogi eru farnir að hlakka til allra fyrsta Októberfest sem fram fer í bænum á laugardaginn kemur en lykilþáttur í að slíkt komst á laggirnar er að nú státar þorpið af bar sem sérframleiðir sinn eigin bjór.
Þeir rúmlega 66 þúsund ferðamenn sem hafa heimsótt Hafnarhólma á Borgarfirði eystra þetta árið samkvæmt mælingum Ferðamálastofu hafa látið tæplega þrjár milljónir af hendi rakna í frjáls framlög vegna heimsókna sinna. Það deilist niður sem kringum 44 krónur á gest.
Höttur mætir Haukum í Hafnarfirði í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld. Mikið er undir í leiknum miðað við að liðunum er spáð fallbaráttu. Nokkrar breytingar hafa orðið á Hattarliðinu í sumar.
Þingmenn Norðausturkjördæmis voru upplýstir um miður gott ástand vegamála í Fljótsdalnum á fundi sem boðað var til á Óbyggðasetrinu fyrr í vikunni. Lýstu þingmenn allir skilningi á að betur þurfi að gera en kjördæmadagar eru í gangi þessi dægrin.
Allnokkrir verslunar- og þjónustuaðilar á Héraði bjóða til svokallaðs Haustkvölds í kvöld en þá hafa ýmsir þjónustuaðilar opið mun lengur en venjulega og bjóða upp á ýmisleg sértilboð af tilefninu.
Markaðs- og uppskeruhátíð Seyðfirðinga, Haustroði, hefst formlega á föstudaginn kemur og frá þeim tíma verður ýmislegt forvitnilegt um að vera í bænum allt fram á sunnudag.