Landeigandi á Efri-Jökuldal sætti sig ekki við tilboð Vegagerðarinnar vegna landnáms 30 metra breiðrar landspildu undir vegsvæði nýs Jökuldalsvegar. Úrskurður matsnefndar í málinu féll í síðasta mánuði þar sem bætur til eigandans voru hækkaðar.
Skrifað hefur verið undir kjarasamninga milli AFLs starfsgreinafélags og sveitarfélaganna á starfssvæði AFLs. Forsendan var lausn deilu við Sveitarfélagið Hornafjörð sem leystist áður en til boðaðs verkfalls kom.
Samband austfirskra kvenna (SAK) skorar á íslensk stjórnvöld að gera gangskör að því að efla alla ráðgjöf og stuðning við barnafjölskyldur í landinu. Áreiti nútímans geri uppalendum erfitt fyrir og þeir þurfi aðstoð og hjálp.
Þróttur vann Völsung í oddahrinu þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í blaki í Neskaupstað um helgina. Fyrsta hrinan var ótrúleg þar sem úrslit réðust ekki í henni fyrr en eftir margfaldar upphækkanir.
Fjarðabyggð hefur samið við núverandi eiganda húsgrunnanna að Skólavegi 98-112 á Fáskrúðsfirði um að girða af og tryggja öryggi í kringum grunnana. Íbúasamtök staðarins kalla eftir að gripið verði inn í pattstöðu sem varað hefur síðan árið 2007.
Páll Leifsson, eða Palli í Hlíð, er löngu orðinn þjóðsagnapersóna á Eskifirði og víðar. Palli hélt á föstudag upp á 80 ára afmæli sitt en fyrir síðustu jól kom út bók félaga hans, Sævars Guðjónssonar og Þórhalls Þorvaldssonar um ævi hans og uppátæki.
Tveir einstaklingar voru handteknir á leið sinni í Norrænu í síðustu viku með þýfi úr stóru ráni úr raftækjaversluninni Elko undir höndum. Þeir sitja nú í gæsluvarðhaldi.