Allar fréttir

Sr. Kristín Þórunn kveður Egilsstaðaprestakall

Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, prestur í Egilsstaðaprestakalli kveður söfnuð sinn á sunnudag en hún hefur verið valinn nýr prestur í Skálholtsprestakalli. Leit er að hefjast að arftaka hennar.

Lesa meira

Allt á kafi í snjó uppi við Snæfell

Landverðir í Snæfellsskála ráða fólki frá ferðum upp á svæðið vegna snjós sem safnast hefur fyrir undanfarinn sólarhring. Þar er allt orðið hvítt.

Lesa meira

Tvennt látið í Neskaupstað og einn handtekinn

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú alvarlegt atvik í heimahúsi á Norðfirði. Tveir einstaklingar hafa verið úrskurðaðir látnir. Einn verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Ekki er grunur um að fleiri tengist málinu.

Lesa meira

Fótbolti: KFA kafsigldi Hött/Huginn í seinni hálfleik – Myndir

KFA er áfram í baráttunni um að komast upp úr annarri deild karla eftir 8-2 stórsigur á Hetti/Huginn í Fjarðabyggðarhöllinni á miðvikudagskvöld. KFA skoraði sjö mörk í seinni hálfleik eftir að hafa verið 1-2 undir í leikhléi. Leikmaður Hattar/Hugins fékk rautt spjald eftir að fyrri hálfleikur var flautaður af.

Lesa meira

„Fólk er harmi slegið yfir atburðum vikunnar“

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og íbúi í Neskaupstað, segir íbúa þar harmi slegið eftir svipleg dauðsföll í vikunni. Áfallamiðstöð verður opnuð í félagsheimilinu á morgun til að styðja við íbúa.

Lesa meira

Komin nokkur skýr mynd á atburðina í Neskaupstað

Lögregla telur sig vera komin með nokkuð skýra mynd á atburðina sem leiddu til þess að hjón á áttræðisaldri fundust látin í íbúðarhúsi í Neskaupstað í gær. Gæsluvarðhalds verður krafist síðar í dag yfir manni sem grunaður er um að vera valdur að andláti þeirra.

Lesa meira

Grunur beindist strax að þeim handtekna

Grunur lögreglu beindist strax að manni sem er í haldi lögreglu í tengslum við andlát hjóna á áttræðisaldri í Neskaupstað í dag. Eftirgrennslan lauk með handtöku hans um einum og hálfum tíma eftir að hún hófst.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar