Allar fréttir

Múlaþing og Fljótsdalshreppur sektuð fyrir að hafa brotið lög með að seinka sorpútboði

Kærunefnd útboðsmála hefur sektað sveitarfélögin Múlaþing og Fljótsdalshrepp fyrir brot á lögum um opinber útboð þegar þau framlengdu samning við Íslenska gámafélagið síðasta haust. Sorphirðan fær þó að halda áfram eins og samið hefur verið um út september á grundvelli almannahagsmuna.

Lesa meira

Undirbúa nýtt tjaldsvæði í Neskaupstað

Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur sett í auglýsingu tillögu að nýju tjaldsvæði í Neskaupstað. Tjaldsvæðið mun standa undir Tröllagili á svæði sem skilgreint er sem snjóflóðahættusvæði.

Lesa meira

„Mikilvægasta björgunarsveitin er alltaf sú sem er næst“

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og félagi í Gerpi í Neskaupstað, segir að skoða verði skipulag almannavarna hérlendis til frambúðar til að létta álagi af sjálfboðaliðum. Eins verði að huga að getu þeirra til að sinna mismunandi verkefnum um allt land.

Lesa meira

Kallar eftir upplýsingum um stöðu fjárveitinga til vegamála

Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að stjórnvöld verði að upplýsa um hver staða þeirra fjármuna sem áætlaðir eru til vegagerðar á árinu. Mörg verkefni eru í biðstöðu á Norðausturlandi. Alþingi afgreiddi ekki samgönguáætlun fyrir sumarfrí.

Lesa meira

Fótbolti: FHL með áttunda sigurinn í röð

FHL vann sinn áttunda sigur í röð í Lengjudeild kvenna um helgina. Liðið er hársbreidd frá því að fara upp um deild. KFA tapaði mikilvægum leik gegn Víkingi Ólafsvík í toppbaráttu annarrar deildar karla.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar