Hingað til hefur ferðafólk á Seyðisfirði ekki haft úr mörgu að velja ef hugmyndin er að kynnast dásemdum fjarðarins sjálfs og næsta nágrennis. Það breyttist í vor þegar þrír félagar opnuðu þar sína eigin ferðaþjónustu og það í gamalli rútu í þokkabót.
FHL er komið í frábæra stöðu í Lengjudeild kvenna eftir 5-1 sigur á Fram á þriðjudag. KFA og Höttur/Huginn unnu í gær mikilvæga sigra í baráttu sinni fyrir því annars vegar að komast upp, hins vegar að dragast ekki niður í fallbaráttuna.
Betri vinnutími - Betri líðan er heiti verkefnis sem fræðslumálayfirvöld í Múlaþingi hafa unnið að í töluverðan tíma og beinist að því að gera allt leikskólastarf fyrirsjáanlegra og þægilegra fyrir börnin, foreldra og starfsfólk skólanna en áður var raunin.
Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð ásamt Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hafa verið valin í tilraunaverkefni í öldrunarþjónustu sem verið er að hleypa af stokkunum á vegum íslenska ríkisins. Á svæðinu á að gera tilraun með að HSA haldi utan um alla heimaþjónustu.
Keppendur UÍA, þau Hafdís Anna Svansdóttir og Gabríel Glói Freysson, náðum góðum árangri á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22ja ára. Hafdís Anna keppti svo einni á Meistaramóti fullorðinna um síðustu helgi.
Hafi fólk gaman af félagsskap og rífandi gleði gæti verið þess virði að sækja svokölluð sing-a-long kvöld sem söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir ætlar að halda á þremur mismunandi stöðum austanlands næstu þrjú kvöldin.