Síðdegis í dag verður formleg opnun ljósmyndasýningarinnar Hreindýralandið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar eru sýndar fjölmargar fallegar ljósmyndir sem líffræðingurinn Skarphéðinn G. Þórisson náði af þessum tignarlegu dýrum Austurlands á meðan hann lifði.
Hafís og útbreiðsla pólsjávar djúpt norður af landinu í vetur skýrir að stórum hluta óvenjulega kaldan sjó úti fyrir ströndum Austurlands síðustu dagana. Reynslan sýni að slíkur kuldi geti orðið viðvarandi út sumarið og þar með haft drjúg áhrif á lofthitann.
Konur á Seyðisfirði stofnuðu sitt eigið verkalýðsfélag þar sem karlarnir í félagi staðarins sýndu þeim takmarkaðan stuðning. Algengt var að taxtar kvenna væru helmingi lægri heldur en karlanna.
Einar átta handverkskonur standa saman að handverksmarkaðnum í Kaupvangi á Vopnafirði en sá hefur verið rekinn þar í bæ um margra ára skeið. Stelpurnar skiptast systurlega á að standa vaktina en opið er daglega út sumarið.
Allnokkur hópur fólks, nánast alls staðar á Austurlandi, hefur það sem ástríðu og áhugamál að koma til bjargar dýrum sem úti eru í vetrarkuldanum og þá sérstaklega köttum. Þar er bæði um týnda heimilisketti að ræða sem og nokkurn fjölda vergangs- og villikatta sem þvælast um hér og þar á Austurlandi.
Til stendur að tengja nýja stofnlögn í vatnskerfi Seyðfirðinga í kvöld og nótt en það mun hafa í för með sér algjört vatnsleysi á meðan verkið er unnið. Íbúar eru hvattir til að birgja sig upp af vatni.
Rétt tæplega 40 konur á öllum aldri nýttu tækifærið á sunnudaginn var þegar Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs í samvinnu við Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi bauð upp á sérstakan stelpugolfdag á golfvellinum að Ekkjufelli. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best.