Allar fréttir

Mesta bongóblíða sumarsins á Vopnafirði

Mesta bongóblíða sumarsins ríkir nú á Vopnafirði. Hitinn þar í augnablikinu er rúmar 23 gráður og logn og segir Fanney Hauksdóttir eigandi verslunarinnar Kauptúns að hún muni ekki eftir öðrum eins hita í sumar.

Lesa meira

Ágæt veiði í Hofsá og Selá – Íslendingar í meirihluta

Ágæt veiði hefur verið í laxveiðinni í Hofsá og Selá það sem af er sumri. Í fyrsta sinn í mjög langan tíma hafa Íslendingar verið í meirihluta veiðimanna en COVID-veiran hefur sett áform margra erlendra veiðimann í uppnám og hefur ástandið skapað töluverða erfiðleika fyrir eigendur ánna, að sögn Gísla Ásgeirssonar framkvæmdastjóra Veiðiklúbbsins Strengs sem sér um reksturinn.

Lesa meira

Verulega jákvæð hagræn áhrif af fiskeldi í Stöðvarfirði

Í niðurstöðu umhverfismats um fyrirhugað laxeldi í Stöðvarfirði sem kom út fyrr í sumar segir að eldið muni hafa verulega jákvæð áhrif á hagræna og félagslega þætti. Áhrif á aðra nýtingu verða óveruleg en að hluta til einnig talsvert jákvæð og að mestu leyti afturkræf.

Lesa meira

Örninn er fundinn

Tréskúlptúrinn Örninn, sem stolið var af stalli sínum við Fagradalsbraut á Egilsstöðum í byrjun síðustu viku, er kominn í leitirnar.

Lesa meira

„Eins og að fara á kajak í Vök“

Stuðlagil á Jökuldal hefur á tiltölulega stuttum tíma sprungið út sem einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og um leið vakið athygli á Austurlandi. Áhyggjur eru þó af hegðun ferðamanna í gilinu.

Lesa meira

Ágangur við Stuðlagil tefur framkvæmdir

Mikill ágangur ferðamanna við Stuðlagil á Jökuldal hefur tafið framkvæmdir í sumar, meðal annars lagningu göngustígar sem á að auðvelda fólki aðgang að gilinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar