Lögreglan á Austurlandi handtók einn farþega fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum og vísaði öðrum úr landi þegar ferjan kom til Seyðisfjarðar á þriðjudagsmorgun.
Sóttvarnalæknir segir fulla ástæðu hafa verið til að bregðast hart við þegar mislingasmit barst til Íslands fyrir mánuði. Tveir einstaklingar hafa veikst alvarlega í mestu útbreiðslu sem veiran hefur náð hérlendis í rúm fjörtíu ár.
Aðallið Þróttar Neskaupstað luku bæði deildarkeppni vetrarins í blaki í neðsta sæti. Þjálfari segir veturinn hafa verið lærdómsríkan þótt hann hafi verið erfiður. Hún hvetur til þess að skoðað verði hvort rétt sé að takmarka fjölda erlendra leikmanna í hverju liði.
Grænmetisrækt á Fljótsdalshéraði er takmörkuð þrátt fyrir að skilyrðin séu að mörgu leyti góð. Mikilvægt er að sveitarfélög setji sér stefnu um innkaup á hráefnum til að skapa staðbundinn markað.
Hljómsveit með Unni Birnu Björnsdóttur og Björn Thoroddsen í broddi fylkingar heimsækir Austurland í næstu viku. Farið verður í gegnum fjölbreyttar tónlistarstefnur á tónleikum þeirra.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ekki hægt að skella skollaeyrum við þeirri staðreynd að íslenska ríkið hafi tapað dómsmálum sem snúa að innflutningi ófrosinnar kjötvöru þrátt fyrir að hafa haldið uppi vörnum í áratug. Ríkið geti ekki vikið sér undan samningum sem það hafi undirgengist af fúsum og frjálsum vilja.
Nemendur, kennarar og starfsfólks Menntaskólans á Egilsstöðum halda nú í fyrsta sinn gleðiviku. Samverustund með kelnum kanínum er meðal þess sem boðið er upp á til að ýta undir hamingjuna.