Allar fréttir
Framlög Vaxtarsamnings til ferðaþjónustu
Nýverið var úthlutað fjármagni og sérfræðiframlagi úr Vaxtarsamningi Austurlands. Stutt var við sjö verkefni að þessu sinni og eru þau öll tengd ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.
Forsætisráðherrarnir byrjaðir
Fundur norrænu forsætisráðherranna hófst á Hótel Héraði á Egilsstöðum klukkan fjögur og stendur fram eftir kvöldi. Á morgun skoða ráðherrarnir Fljótsdalshérað.ESB málin í brennidepli
Á blaðamannafundi forsætisráðherra Norðurlandaþjóðanna, sem haldinn var á Egilsstöðum í morgun, sagði Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, að vissulega hefði það áhrif á umsóknarferli Íslendinga í Evrópusambandið hversu miklar undanþágur og sérákvæði væri farið fram á. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Íslendinga sagðist hafa fulla trú á að Alþingi samþykki stjórnartillögu um aðildarviðræður við ESB.
Forvarnaskólinn útskrifar nemendur á Egilsstöðum
Forvarnaskólinn hóf þá nýbreytni í ár að bjóða upp á nám utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsti staðurinn til þess að fá skólann til sín var Egilsstaðir, en nemendur komu víðar af á Austurlandi. Skólinn hófst í lok janúar en útskrift fór fram 24. maí sl. í fundarsal bæjarstjórnar á Fljótsdalshéraði.
Kálvargar skemma ræktun fyrir fólki
Kona hafði samband og sagði frá heldur leiðinlegu atviki tengdu matjurtagarði sem Fljótsdalshérað býður almenningi til afnota gegn vægu gjaldi. Hún hafði leigt slíkan garð, enda ánægð með þetta framtak sveitarfélagsins og fór ásamt sonum sínum með ræktarlegar matjurtaplöntur og setti í garðinn á annan í hvítasunnu. Leið svo og beið og plönturnar tóku vel við sér. Á miðvikudag í síðustu viku fóru þau til að líta eftir og blasti þá við ófögur sjón. Búið var að rífa upp allt kálið og henda því í eina hrúgu og voru plönturnar að sögn konunnar flestar ónýtar.
,,Þarna er um hreina skemmdarfýsn að ræða. Mér finnst þetta góð viðleitni hjá bænum að bjóða upp á garðana, en jafnleiðinlegt að þetta skuli ekki vera látið í friði,“ sagði konan og hvetur skemmdarvarginn til að láta af þessari ljótu iðju. Hún sagðist hafa séð viðlíka aðfarir í að minnsta kosti einum öðrum matjurtagarði á svæðinu.
Ljósleiðaralagning í Fljótsdalshreppi
Fljótsdalshreppur hefur ákveðið að ganga til samninga við RARIK um sameiginlegar framkvæmdir við lagningu ljósleiðara um sveitina í sumar. Fljótsdalshreppur ætlar að lána RARIK 20 milljónir króna til fimm ára vegna framkvæmdanna.