Allar fréttir

Bjarkey vill annað sætið í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Framundan er forval Vinstri hreyfingarinnar græns- framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar 2009. Bjarkey Gunnarsdóttir á Ólafsfirði hefur nú ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í þessu forvali sem félagsmönnum VG er heimilt að taka þátt í. Bjarkey hefur verið virk í störfum Vinstri grænna nánast frá stofnun, situr í stjórn svæðisfélags VG í Fjallabyggð, var formaður kjördæmisráðs VG í Norðausturkjördæmi en er nú gjaldkeri og situr einnig í stjórn VG. Fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2006 sat hún í miðlægri kjörstjórn VG sem sá m.a. um flesta sameiginlegu þætti kosninganna. Slík kjörstjórn er einnig starfandi nú fyrir komandi alþingiskosningar og á Bjarkey sæti í henni.

bjarkey_gunnarsdttir_vefur.jpg

Lesa meira

Teið er tilbúið!

(Leiðari Austurgluggans 5. febrúar 2009)

 

Ég bjó í Þýskalandi fyrir margt löngu og kynntist þá aldraðri konu sem hafði svo sannarlega upplifað tímana tvenna. Hún var nokkuð sérvitur og hafði sína siði og venjur óháð tímans straumi. Margt í samtímanum var henni ýmist ekki að skapi eða hún skildi það hreinlega ekki.

teacup.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara í skuldabréfaútboð upp á allt að sex hundruð milljónir króna vegna fjármögnunar samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2009 í opnum stækkanlegum flokki.

Lesa meira

Bjartsýni um matvælavinnslu á Breiðdalsvík

Fullvinnsla matvæla fer nú fram í frystihúsinu á Breiðdalsvík á vegum félagsins Festarhalds. Framleiðslan er innbakaður fiskur í orly-deigi, bollur, fiskborgarar og naggar. Hráefnið er ferskfiskur og afskurður. Framleiðslan er að komast á fullan skrið og starfa átta starfsmenn við vinnsluna, flestir í 75% starfi. Stefnt er að vinnslu úr 30 til 40 tonnum af hráefni á mánuði en undanfarið hefur verið unnið úr 10 til 15 tonnum.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Bilun í fjarskiptaneti

Bilun kom upp í stofnneti fjarskiptanets Mílu (áður fjarskiptanets Símans) á Austurlandi um klukkan fjögur í nótt. Bilunin varð á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Talið er að um bilun í búnaði sé að ræða. Menn frá Mílu eru á leið austur með nauðsynlegan búnað til viðgerða.

kortlagning-sambanda.jpg

Lesa meira

Sigmundur Ernir vill 2. sætið í NA kjördæmi fyrir Samfylkinguna

Skáldið og fréttahaukurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur afráðið að snúa sér að stjórnmálaþátttöku, eftir að hann hætti störfum á Stöð 2 fyrir skemmstu. Hann býður sig fram í 2. sæti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Sigmundur Ernir mun ekki hafa verið flokksbundinn og hafði ekki gengið í Samfylkinguna er hann ákvað framboð sitt.

sigmundur_ernir_rnarsson.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar