Í kjölfar fjölmenns fundar um framtíð austfirsku skíðasvæðanna snemma í vor hafa viðræður átt sér stað á milli Fjarðabyggðar og Múlaþings um stóraukið samstarf svæðanna. Nú er verið að skoða að samræma gjaldskrár og aðgangskerfi.
Ákall um aukinn stuðning til geðheilbrigðismála er efsta ályktun á blaði að loknu haustþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, ólíkt fyrri árum þar sem samgöngumál hafa alla jafna verið fremst. Formaður SSA segir ályktunina stuðning við austfirskt samfélag eftir erfið áföll.
Tónleikaröðin Strengir, þar sem gítarleikarar eru í aðalhlutverki, hefst í Tónspili í Neskaupstað um helgina. Ný ljósmyndasýning opnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum og sagnasmiðjan með vefnað í forgrunni verður í Hallormsstaðarskóla.
Keppnisvertíð austfirsku knattspyrnuliðanna lauk um helgina þegar Einherji lék sinn síðasta leik í A-úrslitum 5. deildar kvenna, KFA til úrslita í Fótbolti.net bikarnum og U-20 ára lið FHL til undanúrslita í B-deild. Enginn leikjanna vannst.
Hálkuviðvaranir hafa þegar verið gefnar út af hálfu Vegagerðarinnar á fjölda vega inn til landsins og ekki síður á fjallvegum fjórðungsins. Í það mun bæta í nótt enda gerir spá ráð fyrir snjókomu um tíma og frosti víðast hvar.
Arnar Ágúst Klemensson á Seyðisfirði fæddist með klofinn hrygg og hefur notað hjólastól lungann af sínu lífi. Hann vakti um tíma athygli fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum en hann hefur líka alla tíð barist fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Stór meirihluti Austfirðinga virðist á þeirri skoðun að mjög eða fremur miklu máli skipti að afla aukinnar orku á Íslandi en nú er til staðar. Litlu færri hafa sterka skoðun á hvort vindorkuframleiðsla til framtíðar eigi að vera í höndum opinberra aðila eða einkaaðila.