Fjöldi íbúða á Austurlandi á árinu sem annaðhvort eru þegar byggðar eða á einhverju stigi í byggingu eða bein áform er um telur 165 samkvæmt nýjasta mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem birt var í gær.
Viðsnúningur hefur orðið í búsetu í dreifbýli víða á Norðurlöndunum eftir Covid-faraldurinn. Aðgangur að grunnþjónustu og félagsleg tengsl skipta miklu máli þegar fólk velur sér búsetu.
Veginum yfir Fjarðarheiði var lokað laust fyrir klukkan ellefu í dag vegna bíla þar í vanda. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir ekki sumardekkjafæri þar.
Umboðsmaður Alþingis telur ekki lagaheimildir til að hann hafi afskipti af gjaldtöku Isavia Innanlandsflugvalla af bílastæðum við flugvöllinn á Egilsstöðum.
Sökum plássleysis í byrjun skólaársins í leikskólanum Bjarkatúni tókst ekki að veita þremur börnum á Djúpavogi leikskólapláss en með samhentu átaki hefur tekist að skapa rúm fyrir öll þrjú börnin frá og með næstu áramótum. Skólinn verður fullsetinn allt næsta ár.