Allar fréttir

Enn koma upp smit víða um land

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir Austfirðinga til áframhaldandi árvekni gagnvart Covid-19 veirunni því enn eru að koma upp smit í öðrum landshlutum.

Lesa meira

Hreyfing kennd í fjarnámi hjá VA

Íþróttakennslan hjá Verkmenntaskóla Austurlands (VA) fer fram í fjarnámi þessa dagana vegna COVID. Nota nemendur sérstakt forrit eða app í náminu.

Lesa meira

Ruslalúgan gerði út af við Drang

Ekki er enn fyllilega ljóst hvað olli því að smátogarinn Drangur ÁR307 sökk við bryggjuna á Stöðvarfirði að morgni sunnudagsins 26. október síðastliðins. Skipið verður á næstunni flutt til Reyðarfjarðar þar sem það bíður eftir að verða dregið til Evrópu og unnið í brotajárn.

Lesa meira

Línubátar frá Fáskrúðsfirði gera það gott

Línubátar frá Fáskrúðsfirði gera það gott þessa dagana. Afli Sandfells og Hafrafells nam samtals rúmum 380 tonnum í október og eru bátarnir í 1. og 2. sæti yfir aflahæstu línubáta landsins í þeim mánuði.

Lesa meira

Hafa áhyggjur af líðan og rútínu framhaldsskólanema - Myndband

Myndband sem ráðgjafar við nemendaþjónustu Menntaskólans á Egilsstöðum gerðu í byrjun vikunnar, þar sem nemendur eru hvattir til dáða á erfiðum tímum í námi, hefur vakið mikla athygli. Félagsráðgjafi segir það reyna á marga nemendur að geta ekki umgengist skólafélaga sína.

Lesa meira

Mikilvægt að tapa ekki gleðinni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands minnir Austfirðinga á að huga að andlegu ástandi, bæði hjá sjálfum sér og öðrum á tímum samkomutakmarkana á tímum Covid-19.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar