Allar fréttir

Ljósmyndasýning í minningu Skarphéðins G. Þórissonar

Síðdegis í dag verður formleg opnun ljósmyndasýningarinnar Hreindýralandið í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Þar eru sýndar fjölmargar fallegar ljósmyndir sem líffræðingurinn Skarphéðinn G. Þórisson náði af þessum tignarlegu dýrum Austurlands á meðan hann lifði.

Lesa meira

Óvenjulegur sjávarkuldi austanlands gæti haft áhrif allt sumarið

Hafís og útbreiðsla pólsjávar djúpt norður af landinu í vetur skýrir að stórum hluta óvenjulega kaldan sjó úti fyrir ströndum Austurlands síðustu dagana. Reynslan sýni að slíkur kuldi geti orðið viðvarandi út sumarið og þar með haft drjúg áhrif á lofthitann.

Lesa meira

Flestir kettir komast um síðir á góð heimili

Allnokkur hópur fólks, nánast alls staðar á Austurlandi, hefur það sem ástríðu og áhugamál að koma til bjargar dýrum sem úti eru í vetrarkuldanum og þá sérstaklega köttum. Þar er bæði um týnda heimilisketti að ræða sem og nokkurn fjölda vergangs- og villikatta sem þvælast um hér og þar á Austurlandi.

Lesa meira

Einstaklega vel heppnaður Stelpugolfdagur Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs

Rétt tæplega 40 konur á öllum aldri nýttu tækifærið á sunnudaginn var þegar Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs í samvinnu við Golfsamband Íslands og PGA á Íslandi bauð upp á sérstakan stelpugolfdag á golfvellinum að Ekkjufelli. Þátttakan fór langt fram úr björtustu vonum þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið sem best.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar