Staðarhaldarar að Karlsstöðum í Berufirði hafa sent frá sér tónleikadagskrá fyrir þetta sumar eins og þau síðustu. Þeir eru bjartsýnir enda hafa Íslendingar verið í meirihluta þeirra sem sótt hafa tónleika þar.
Jófríður Úlfarsdóttir var með hæstu meðaleinkunn útskriftarnema frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í vorútskrift skólans. Jófríður var ekki bara með hæstu meðaleinkunnina heldur útskrifaðist hún af tveimur námsbrautum.
Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi, er þessa dagana á ferð um Austurlandi að heilsa upp á íbúa. Hann segist heyra það á fólki að ferðaþjónustan á svæðinu hafi orðið útundan í aðgerðum til hjálpar greininni. Guðmundur kveðst vilja beita málsskotsrétti forseta í þeim tilfellum sem gjá myndast milli þings og þjóðar.
Covid-19 mun hafa hefðbundin hátíðahöld sjómannadagshelgarinnar af Austfirðingum líkt og öðrum Íslendingum. En það þýðir ekki að það verði ekkert við að vera um helgina.
Nesskóli hafnaði í öðru sæti í keppni meðal tíundu bekkja landsins í fjármálalæsi. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin er haldin og hefur skólinn áttu góðu gengi að fagna í henni.
Snorri Páll Jóhannsson átti sér þann draum um að smíða sinn eigin gítar. Sem skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað lá beint við nýta sér efnivið sem félli til í vinnu Skógræktarinnar. Hann þurfti aðeins að bíða en fann loks efni sem honum þótti tilvalið til smíðinnar.