Alda Marín Kristinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fulltrúa sveitarstjóra á Borgarfirði eystri í stað Jóns Þórðarsonar sem gengt hefur því starfi frá sameiningu fjögurra sveitarfélaga undir hatt Múlaþings.
Ungmennafélag Íslands og Íþróttasamband Íslands hafa innleitt verulegar breytingar á starfi sínu með því að setja átta sérstakar svæðisstöðvar upp á ýmsum stöðum í landinu.Tveir svæðisstjórar verða starfandi á öllum þeim stöðvum og nú hefur verið ráðið í þau störf á Austurlandi.
Framkvæmdastjóri Six Rivers Iceland sem heldur utan um sex laxveiðiár á Norðausturlandi, segir sölu veiðileyfa hafa gengið hægar í ár en oft áður. Mikið vatn hefur verið í ánum að undanförnu en veiðar hefjast eftir sem áður um sumarsólstöður.
Nýjar greiningar á beinagrindum frá Skriðuklaustri í Fljótsdal hafa nú leitt í ljós að allnokkrir sjúklingar klaustursins þjáðust af sárasótt. Slíkar kenningar hafa áður verið viðraðar eftir hefðbundnar mannabeinsgreiningar frá klaustrinu en þær niðurstöður voru dregnar í efa þar sem sjúkdómurinn átti ekki að hafa borist til Íslands snemma á sextándu öld þegar klaustrið var í rekstri.
Sveitarstjórn Múlaþings tekur á miðvikudag til afgreiðslu álit lögmanns á forsendum gjaldheimtu Isavia af bílastæðagjöldum á Egilsstaðaflugvelli. Sveitarfélög á svæðinu hafa mótmælt áformunum.
Nýir eigendur tóku við Sesam brauðhúsi á Reyðarfirði um síðustu áramót. Að baki því standa nú systurnar Elísabet Esther og Þórey Sveinsdætur og menn þeirra, Valur Þórsson og Gregorz Zielke.