Allar fréttir

Riða greind á bæ á Jökuldal

lomb.jpgRiða hefur greinst á bænum Merki á Jökuldal. Öllu fé á bænum verður slátrað á næstunni. Sýni var greint úr kind sem slátrað var í sláturhúsi í haust.

 

Lesa meira

Völva Agl.is: Engar samgöngubætur á Austurlandi

volvumynd_web.jpgAustfirðingar fá engar þeirra samgöngubóta sem þeir harðast hafa barist fyrir síðustu misseri á árinu. Atvinnulífið er í kreppu og Norðlendingar reyna að ná til sín fyrirtækjum af Fljótsdalshéraði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fimmta hluta völvuspár Agl.is fyrir árið 2012.

 

Lesa meira

Vilhjálmur fyrstur í heiðurshöll ÍSÍ

vilhjlamur_einars_oli_rafns_isiheidursholl_web.jpgVilhjálmur Einarsson varð í dag fyrsti maðurinn til að vera tekinn inn í nýstofnaða heiðurshöll Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Vilhjálmur varð árið 1956 fyrsti Íslendingurinn til að vinna til verðlauna á ólympíuleikum þegar hann fékk silfurverðlaun í þrístökki á leikunum í Melbourne í Ástralíu.

 

Lesa meira

Viðbúnaður vegna lendingar farþegavélar frá Egilsstöðum

flug_flugfelagislands_egsflugv.jpgViðbúnaður var á Reykjavíkurflugvelli í morgun þegar Fokker 50 vél Flugfélags Íslands á leið frá Egilsstöðum kom þar inn til lendingar. Viðvörunarbúnaður gaf til kynna að lendingarbúnaður vélarinnar væri ekki í lagi.

 

Lesa meira

Völva Agl.is: Þjóðin hendir ríkisstjórninni frá

volvumynd_web.jpgRíkisstjórn Íslands hrökklast frá eftir að þjóðin leggur til atlögu við þinghúsið. Í kjölfarið kemur utanþingsstjórn, skipuð af forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni sem útlit er fyrir að verði áfram í embætti. Sú ríkisstjórn kemur aftur skikkan á fjárhag Íslands. Þetta er meðal þess sem fram kemur í sjötta hluta völvuspár Agl.is fyrir árið 2012.

 

Lesa meira

Völva Agl.is: Næsti biskup verður kona

volvumynd_web.jpgNæsti biskup Íslands verður kona, ef marka má völvu Agl.is. Hressilega mun gusta um Ríkisútvarpið sem þjóðinni finnst erfitt að geta ekki hreinlega sagt upp. Kínverjar reyna að kaupa upp heiminn og Barack Obama verður endurkjörinn forseti Bandaríkjanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í fjórða hluta spárinnar fyrir árið 2012.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.