Eyvindur Warén á Ólympíuleika æskunnar

Skíðamaðurinn Eyvindur Halldórsson Warén frá Fljótsdalshéraði verður meðal fulltrúa Íslands á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar sem haldin er í Georgíu í næstu viku.

Ísland sendi alls 15 þátttakendur á mótið sem haldið er í borginni Bakuriani. Eyvindur er einn af átta keppendum í alpagreinum. Alpagreinafólkið leggur af stað til Georgíu á morgun.

Leikarnir hefjast á sunnudag en keppni í alpagreinum á mánudag. Þá verður keppt í stórsvigi karla. Svigkeppni karla er síðan á fimmtudaginn eftir viku.

Eyvindur er skráður hjá Skíðasambandi Íslands á vegum UÍA en þannig keppa austfirskir skíðaiðkendur á landsvísu. Hann kemur upphaflega úr Skíðafélaginu í Stafdal en hefur síðustu vetur æft með Skíðafélagi Akureyrar enda er hann í námi í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Síðasta mót Eyvindar fyrir leikana var á Dalvík um miðjan janúar. Þar komst hann á verðlaunapall í sínum flokki og fullorðinsflokki í svigi.

Mynd: Aðsend/Pedromyndir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.