Höttur komst aftur í efsta sæti fyrstu deildar karla á föstudagskvöld þegar liðið lagði Hamar 76-70 á Egilsstöðum. Karlalið Þróttar í blaki vann Fylki örugglega í Neskaupstað á laugardag.
Höttur tapaði í dag fyrir Snæfelli 80-101 í 32ja liða úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik. Þjálfari Hattar kvaðst ánægður með frammistöðu liðsins á móti erfiðum andstæðing.
Mótastjóri Körfuknattleikssambands Íslands segist ekki vita annað en Valur mæti til leiks í Íslandsmóti í 7. flokki stúlkna á Egilsstöðum eftir viku þrátt fyrir fréttir þar um. Sú harða afstaða að vísa liðum úr móti mæti þau ekki til leiks sé tilkomin af ástæðu.
Höttur tekur á móti úrvalsdeildarliði Snæfells í 32ja liða úrslitum bikarkeppninnar í körfuknattleik á morgun. Þjálfari Hattar segir leikmenn Hattar ætla sér áfram í næstu umferð og vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda til þess.
Haraldur Gústafsson, eða Halli eins og allir kalla er á leiðinni erlendis að keppa í heimsbikarmóti í bogfimi. Keppnin fer fram í Marokkó áttunda og níunda nóvember næstkomandi.