Knattspyrnumaðurinn Stefán Þór Eysteinsson hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins hjá Þrótti í Neskaupstað. Fimm deildir félagsins tilnefndu sinn mann í kjörið.
Höttur heldur toppsæti fyrstu deildar karla í körfuknattleik eftir öruggan 101-80 sigur á ÍA á Egilsstöðum í kvöld. Fyrirliðinn segir að lagt hafi verið upp með að fylgja eftir góðu gengi í síðustu leikjum.
Viðar Jónsson hefur skrifað undir nýjan samning til næstu tveggja ára sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Leikni. Fyrirliðinn Björgvin Stefán Pétursson var útnefndur leikmaður ársins á uppskeru hátíð félagsins.
Blaklið Þróttar unnu síðustu leiki sína fyrir jólafrí en þau mættu KA á Akureyri um helgina. Körfuknattleikslið Hattar er í efsta sæti fyrstu deildar karla.
Formenn fimm blakdeilda á höfuðborgarsvæðinu sendu stjórn Blaksambands Íslands nýverið bréf þar sem þau hótuðu að draga lið sín úr keppni ef leikið yrði í Neskaupstað. Sambandið hafnaði erindinu og verður því leikið í Neskaupstað.
Systurnar Helena Kristín og Heiða Elísabet Gunnarsdætur spiluðu í fyrsta sinn saman fyrir meistaraflokk Þróttar í blaki um helgina þegar Norðfjarðarliðið vann Þrótt úr Reykjavík og náði í sín fyrstu stig í vetur.
Haraldur Gústafsson formaður bogfimideildar SKAUST er komin heim frá Marakkó. En þar fór fram heimsbikarmótið í bogfimi um síðustu helgi eins og Austurfrétt greindi frá fyrir skemmstu.