Höttur heldur efsta sætinu í fyrstu deild karla í körfuknattleik eftir mikilvægan útisigur á Hamri. Þróttur komst í þriðja sætið í Mizuno-deild karla í blaki með góðum heimasigri á Aftureldingu um helgina.
Knattspyrnukonan Heiðdís Sigurjónsdóttir var útnefnd íþróttamaður Hattar á Egilsstöðum á þrettándagleði félagsins í gær. Hafsteinn Jónasson og Elín Sigríður Einarsdóttir fengu starfsmerki fyrir áralangt starf fyrir félagið.
Tveir austfirskir blakmenn voru í A-landsliðum Íslands sem flugu til Lúxemborgar um það leiti sem aðrir landsmenn hættu að fagna ári að morgni nýársdags. Ferðin var liður í undirbúningi fyrir Smáþjóðaleikanna sem verða hérlendis í júní.
Eva Dögg átti gríðarlega gott ár í glímunni, hún lenti í 1. sæti í flokki kvenna -65 kg og 2. sæti í opnum flokki í Landsflokkaglímu Íslands. Þá sigraði hún í backhold í opnum flokki kvenna á Hálandaleikunum í Skotlandi á árinu og gekk vel með glímulandsliðinu á öðrum mótum. Eva lenti í 2. sæti á Íslandsmótinu eftir harða baráttu um Freyjumenið.
Höttur heldur efsta sætinu í fyrst deild karla í körfuknattleik eftir 80-62 sigur á KFÍ á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari liðsins lýsti frammistöðu liðsins dapurlegri en liðið kastaði yfirburða stöðu frá sér í leiknum.
Búið er að festa kaup á þremur uppblásnum tjöldum sem alls rúma sjö blakvelli fyrir Öldungamótið í blaki sem haldið verður í Neskaupstað í byrjun maí. Öldungurinn segir bæjarbúa hjálpast að við undirbúning mótsins.
Höttur trónir á toppi 1. deildar karla í körfuknattleik eftir góðan 97-80 sigur á Val á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Gestirnir áttu engin svör við besta leik Hattarliðsins í vetur.
Meirihluti stjórnar Skíðafélags Fjarðabyggðar (SFF) ákvað á stjórnarfundi á mánudag að skipta félaginu upp og skilja brettadeild þess frá því. Foreldrar brettaiðkenda hafa gagnrýnt ákvörðunina en formaður félagsins segir starfsemina ólíka og telur að félögin verði sterkari sitt í hvoru lagi.