Þróttur heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Þjálfari Þróttar segir Aftureldingu lið sem geri fá mistök og þolinmæði þurfi til að brjóta vörn þess á bak aftur.
Fjölnir tryggði sér í kvöld sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í haust eftir 81-98 sigur á Hetti í öðrum leik liðanna. Þjálfari Fjölnis segir liðið vera komið aftur á þann stað sem það á heima.
Um tvö hundruð krakkar í 42 liðum tóku þátt í Íslandsmóti þriðja, fimmta og sjötta flokks sem haldið var í Neskaupstað um síðustu helgi. Lið frá Austurlandi voru atkvæðamikil á mótinu.
Tvöfalda úrslitaumferð þurfti í glímunni um Grettisbeltið sem fram fór á laugardag en bara eina um Freyjumenið. Austfirskir glímumenn náðu þar sínum besta árangri í Íslandsglímunni sem haldin hefur verið 104 sinnum.
Höttur tekur á móti Fjölni í öðrum leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari Hattar segir liðsmenn tilbúna að leggja allt í sölurnar því annað tækifæri verið ekki í boði.
Höttur steinlá fyrir Fjölni í gærkvöldi, 88-62 í fyrsta leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Þjálfari Hattar segir liðið hafa spilað skelfilega og ekki til komi til greina að sýna sambærilega frammistöðu aftur.
Draumur Hattar um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik rætist ekki á þessari leiktíð. Liðið tapaði 81-98 fyrir Fjölni í öðrum leik liðanna um laust sæti í úrvalsdeildinni á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari liðsins segir það hafa orðið því að falli að spila sem einstaklingar en ekki lið.
Eva Dögg Jóhannsdóttir, glímukona úr Val á Reyðarfirði, var útnefnd íþróttamaður UÍA fyrir árið 2013 á sambandsþingi UÍA sem fram fór á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.
Geir Sigurpáll Hlöðversson, leikmaður karlaliðs Þróttar í blaki, var hylltur í lok leiks liðsins gegn Stjörnunni í gærkvöldi sem varð hans síðasti meistaraflokksleikur. Þróttur tapaði oddaleik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í gær 1-3.