Þrótti tókst ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna því liðið tapaði 3-0 fyrir Aftureldingu í hreinum úrslitaleik á föstudagskvöld. Þjálfarinn segir óstöðugleika hafa verið liðinu erfiður í vetur.
Matthías Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Þróttar í blaki, var ekki sáttur við framkomu starfsbróður síns hjá Aftureldingu í gærkvöldi sem neitaði að taka í hönd Matthíasar, dómaranna og Þróttarliðsins eftir leik eins og hefð er fyrir.
Leiknir Fáskrúðsfirði tryggði sér um helgina sigur í Austurlandsriðli Lengjubikars karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð fylgir þeim í undanúrslit B-deildar keppninnar.
Fjarðabyggð og Leiknir mætast í úrslitum B-deildar Lengjubikarsins í knattspyrnu karla í Fjarðabyggðarhöllinni á morgun. Liðin unnu góða sigra í gær á útivöllum í undanúrslitum.
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, leikmaður blakliðs Þróttar, er bjartsýn fyrir oddaleik liðsins gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitil kvenna, í Mosfellsbæ á föstudagkvöld. Hún segir sigur Þróttar í gær eiga að sýna að Þróttarliðið geti klárað oddaleikinn.
Þróttur Neskaupstað þarf á sigri að halda í kvöld þegar liðið mætir Aftureldingu í Neskaupstað í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Gestirnir hampa titlinum ef þeir vinna í kvöld.
Þróttur og Afturelding mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna í Mosfellsbæ. Stemmingin er góð í liði Þróttar eftir sigur í síðasta leik.
Þróttur og Afturelding mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Mosfellsbæ á föstudagskvöld. Þróttur sýndi frábæra spilamennsku í fjórða leik liðanna í Neskaupstað í gærkvöldi og vann 3-1.
Fimleikakonan Sara Þöll Halldórsdóttir segist hafa flutt frá Egilsstöðum til höfuðborgarinnar til að geta stundað íþrótt sína við betri aðstæður. Hún segir núverandi aðstöðu á staðnum auka áhættu á meiðslum.