Þrjú mörk og þrjú rauð spjöld á Vilhjálmsvelli - Myndir
Það var boðið upp á grannaslag með öllu tilheyrandi í gær þegar Einherji sótti Hött/Huginn heim á Vilhjálmsvöll. Gestirnir skoruðu sigurmark í lokin og upp úr sauð að leik loknum.Leikir helgarinnar: Stórsigur hjá Fjarðabyggðarpiltum og Leiknir með fyrsta sigurinn
Leiknismenn náðu í góðan útisigur á Grenivík og Fjarðabyggð fór létt með gestina úr Garði. Það var markaregn í 3. deildinni sem og á Vilhjálmsvelli hjá stúlkunum, en Austanliðin riðu ekki feitum hesti frá þeim viðureignum.
Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída
Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.Team Rynkeby hjólar um Austfirði
Um fjörtíu hjólreiðamenn á vegum Team Rynkeby verða á ferðinni um Austfirði í dag og á morgun. Undir venjulegum hringumstæðum væri hópurinn að hjóla frá Danmörku til Parísar og safna áheitum til styrktar góðu málefni. Velja þurfti aðra leið í ár.Leiknir tapaði en styrkir liðið
Gengi liðanna að austan á Íslandsmótinu í knattspyrnu var ærið misjafnt um síðustu helgi. Fjarðabyggðarmenn unnu þó góðan sigur í 2. deild karla. Leiknismenn leita enn að sínum fyrstu stigum í Lengjudeildinni en hafa verið að styrkja sig að undanförnu.
Tveir Íslandsmeistaratitlar og mótsmet
Sjö keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór á Sauðárkróki fyrir rúmri viku. Héraðsbúinn Björg Gunnlaugsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og setti mótsmet.Færri komust að en vildu á torfærukeppni
Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.