Körfubolti: Tveir úrslitaleikir framundan hjá Hetti

Höttur á enn möguleika á að komast í úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í körfuknattleik en getur líka með mikilli ólukku fallið. Liðið tapaði 84-89 gegn Keflavík í síðustu umferð.

Lesa meira

Blak: Spilað í nýja íþróttahúsinu á Reyðarfirði

Um helgina var nóg um að vera í blaki hjá yngri flokkum og í neðri deildum. Íslandsmót í neðri deildum karla var haldið í Neskaupstað og á Reyðafirði þar sem nýtt íþróttahús reyndist vel. Á sama tíma fór fram Íslandsmót í neðri deildum kvenna á Akureyri þar sem ungar Þróttarstúlkur komust uppum deild og U20 lið karla sigraði bikarmeistara Völsungs. 

Lesa meira

Knattspyrna: KFA áfram með fullt hús í Lengjubikarnum

Knattspyrnufélag Austfjarða hefur unnið alla þrjá leiki sína í B-deild Lengjubikars karla það sem af er. Marteinn Már Sverrisson skoraði þrennu í sigri á Dalvík/Reyni um síðustu helgi. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann einn og tapaði einum í suðurferð í Lengjubikar kvenna.

Lesa meira

Blak: bikarhelgin að baki

Kjörísbikarinn í blaki fór fram um helgina þar sem keppt var í undanúrslitum og úrslitum. Kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppti í undanúrslitum gegn liði KA. Í leiknum hafði KA yfirhöndina allan tímann og tryggði sér öruggan sigur 3-0 og þannig áfram í úrslitin. Þróttarstúlkur voru því úr leik í þetta sinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar