Völdu að heimsækja Austfirði í æfingaferð

Leikmenn færeyska knattspyrnufélagsins MB Miðvágur hafa undanfarna viku dvalist við undirbúning fyrir komandi keppnistímabil á Austfjörðum. Leikmennirnir hrifust af Fjarðabyggðarhöllinni en engin yfirbyggður knattspyrnuvöllur er í Færeyjum.

Lesa meira

Körfubolti: Barátta og trú skilaði óvæntum sigri á Keflavík

Höttur vann í gærkvöldi sinn annan leik í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Keflavík, nokkuð óvænt, 93-95 í spennuleik í Keflavík. Hattarmenn reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem þeir hafa svo oft brotnað.

Lesa meira

Fljótsdalshérað og Fjarðabyggð takast á í Lífshlaupinu

„Ætli ég reyni ekki að ganga í vinnuna, það er aðeins auðveldara fyrir mig en Pál Björgvin,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, en starfsmenn sveitarfélagsins munu etja kappi við starfsmenn Fjarðabyggðar í Lífshlaupinu næstu þrjár vikur.

Lesa meira

Blak: Kvennalið Þróttar með aðra hönd á deildarmeistaratitlinum

Lið Þróttar er hársbreidd frá því að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í blaki kvenna eftir 3-0 sigur á keppinautum sínum í Aftureldingu á laugardag. Karlaliðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni í voru með að ná fjórum stigum gegn HK um helgina.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur fallinn úr úrvalsdeildinni

Höttur féll í gærkvöldi úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 68-80 ósigur gegn Tindastóli á heimavelli. Liðið hefur aldrei náð að halda sér uppi í þau þrjú skipti sem liðið hefur leikið í úrvalsdeildinni.

Lesa meira

Blak: Þróttur afgreiddi Völsung

Þróttur Neskaupstað heldur toppsætinu í Mizuno-deild kvenna í blaki eftir 3-0 sigur á Völsungi í Neskaupstað í gærkvöldi. Framundan eru erfiðir leikir gegn Aftureldingu sem að líkum ráða hvort liðið verður deildarmeistari.

Lesa meira

Körfubolti: Loksins vann Höttur – Myndir

Höttur vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla á þessi tímabili þegar liðið lagði Þór Akureyri á heimavelli 86-75 eftir framlengdan leik. Fátt virðist hins vegar getað bjargað liðinu frá falli.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar