Blaklið KA eru á leiðinni austur í Neskaupstað þar sem þau mæta Þrótti í alls þremur leikjum um helgina og ljúka þar með deildakeppni sinni. Leikirnir eru sérstaklega mikilvægir fyrir kvennaliðið sem þarf að ná stigum til að komast í úrslitakeppnina.
Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Hött í fyrstu umferð B-deildar Lengjubikars karla í knattspyrnu á laugardag. Fjarðabyggð steinlá fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar í A-deild.
Nökkvi Jarl Óskarsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Hattar, lét handarbrot ekki aftra sér frá því að spila gegn FSu á föstudag þegar Höttur tryggði sér sæti í úrvalsdeild karla. Hann losnaði úr gifsi tveimur dögum fyrir leik.
Ung kvennalið Þróttar í blaki tapaði 0-3 fyrir Aftureldingu í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugadalshöll í gær. Þjálfarinn segir að hópurinn hafi samt öðlast dýrmæta reynslu.
Lið Þróttar spila um helgina í úrslitakeppni bikarkeppninnar í blaki sem fram fer í Laugardalshöll. Höttur tekur á móti FSu í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild að ári og Íslandsmeistarar Stjörnunnar í knattspyrnu karla heimsækja Fjarðabyggð í Lengjubikarnum.
Þjálfari Hattar hlóð leikmenn sína lofi eftir sigur á FSu í fyrstu deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld sem tryggði liðinu sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Hann lýsir deildarmeistaratitlinum sem sigri liðsheildarinnar.
Karlalið Þróttar tókst ekki að komast í úrslit bikarkeppninnar í blaki en liðið tapaði 3-0 fyrir KA í undanúrslitum í gær. Norðfjarðarliðið átti góða spretti en hélt ekki út og missti leikinn úr höndum sér.