Fjórir leikmenn Þróttar eru í A-landsliði kvenna og U-19 ára landsliðinu sem dvelja á Ítalíu um páskana við æfingar og undirbúning fyrir Smáþjóðaleikana í sumar.
Hans Kjerúlf á Kjerúlf frá Kollaleiru varð hlutskarpastur á Ístölti Austurlands sem haldið var á Móavatni við Tjarnarland í Eiðaþinghá fyrir skemmstu. Bjart og fallegt veður var á keppnisdaginn sem gerði mótið hið skemmtilegasta.
Hennýjarmótið í sundi fór fram í sundlaug Eskifjarðar um helgina. Mótið hefur verið haldið árlega til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011.
Þróttur tryggði sér um helgina sæti í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki með því að vinna KA tvisvar en liðin mættust í Neskaupstað. Tvær magnaðar uppgjafaraðir lögðu grunninn að sigrunum.
Einar Kristján Eysteinsson og Sigrún Júnía Magnúsdóttir, bændur á Tjarnarlandi í Hjaltastaðaþinghá, láta íbúðarhúsnæði sitt undir aðstöðu fyrir Ístölt Austurlands.
Hestamannafélagið Blær stendur fyrir Hestadögum í Dalahöllinni næstkomandi laugardag. Einnig töltkeppni, sem er loka dagur í þriggja móta liðakeppni félagsins.
Karlalið Þróttar í blaki tryggði sér þriðja sæti Mizuno-deildarinnar í blaki með sigri á KA í oddahrinu á laugardag. KA-menn misstu frá sér nánast unninn leik þegar áhorfendur í Neskaupstað tóku við sér.